Ef þær væru nú allar svona skemmtilegar
Þetta var frábær helgi. Ekki alltaf sem ég get fullyrt það. En þannig var það nú. Á föstudaginn fór ég í heljarmikla afmælisveislu. Þar sem greindarvísitalan var langt yfir því sem ég á að venjast í svoleiðis. Þarna voru bæði Íslendingar og útlendingar. En allir að halda upp á daginn með vinkonu minni lauk einum áfanga í verkfræðináminu sínu núna í vor (BS) og náði því að eiga stórafmæli á föstudaginn. Reyndar á nákvæmlega sama degi og hún frænka mín. Það er nefnilega svo skemmtilegt að með tilkomu allra þessara tengslaneta, þá veit ég orðið hvenær fólk á afmæli. Sem er alveg skemmtilegt, því þá man ég eftir að senda því afmæliskveðjur. Þetta var hins vegar ofboðslega skemmtilegt afmælisboð, enda gestgjafar sérlega góðir heim að sækja. Allt í boði, góð tónlist og góður félagsskapur. Hvað í ósköpunum er hægt að biðja um meira. Vona að afmælisgjöfin hafi verið það sem hana vantaði.
En þetta var samt bara byrjunin á helginni. Því svo á laugardeginum var mér óvænt boðið í mat. Ég og ferðafélagi minn úr Brasilíu ferðinni hittumst og borðuðum saman. Boðið upp á frábæran kjúklingarétt, ítalskan ís og kaffi í kjölfarið. Sem varð reyndar til þess að ég sofnaði ekki fyrr en undir morgunn. Það er nefnilega þannig að ég verð ferlega glaðvakandi af kaffi. Svo það var ekki fyrr en undir morgunn sem mér loksins tókst að sofna. Sem var samt bara allt í góðu. Því á föstudagskvöldið hafði ég verið skynsamur. Farið snemma heim. Þó ég hefði líka lært hvernig er hægt að svindla sér í leigubílaröðinni. Var nefnilega samferða einum af ferðafélögunum úr London ferðinni. Sem kenndi mér ráð. Ekki endilega til þess að vekja einhverjar vinsældir. En sem virkaði. Svo nú kann ég eitt ráð í viðbót til þess að þurfa ekki að eyða klukkutímum í biðröð.
Í gær fór ég svo í enn eina heimsóknina. Fékk pönnukökur með rjóma og sultu. Sem gerist ekki á hverjum degi. Því ég er ekki ennþá farinn að nota pönnuna mína. Þessa sem ég fékk í jólagjöf. En núna verður breyting þar á. Í september ætla ég nefnilega að læra að gera pönnukökur.
En þetta var samt bara byrjunin á helginni. Því svo á laugardeginum var mér óvænt boðið í mat. Ég og ferðafélagi minn úr Brasilíu ferðinni hittumst og borðuðum saman. Boðið upp á frábæran kjúklingarétt, ítalskan ís og kaffi í kjölfarið. Sem varð reyndar til þess að ég sofnaði ekki fyrr en undir morgunn. Það er nefnilega þannig að ég verð ferlega glaðvakandi af kaffi. Svo það var ekki fyrr en undir morgunn sem mér loksins tókst að sofna. Sem var samt bara allt í góðu. Því á föstudagskvöldið hafði ég verið skynsamur. Farið snemma heim. Þó ég hefði líka lært hvernig er hægt að svindla sér í leigubílaröðinni. Var nefnilega samferða einum af ferðafélögunum úr London ferðinni. Sem kenndi mér ráð. Ekki endilega til þess að vekja einhverjar vinsældir. En sem virkaði. Svo nú kann ég eitt ráð í viðbót til þess að þurfa ekki að eyða klukkutímum í biðröð.
Í gær fór ég svo í enn eina heimsóknina. Fékk pönnukökur með rjóma og sultu. Sem gerist ekki á hverjum degi. Því ég er ekki ennþá farinn að nota pönnuna mína. Þessa sem ég fékk í jólagjöf. En núna verður breyting þar á. Í september ætla ég nefnilega að læra að gera pönnukökur.
Ummæli