Ég er á móti eftirliti á borð við þetta
Hér er komin fram hugmynd. Setjum eftirlitsmyndavélar inn á alla skemmtistaði. Með því móti verður einfalt að staðsetja alla grunaða. Ef glæpur er framinn. Þá er bara flett upp í gagnagrunninum góða. Sem auðvitað verður varinn fyrir fölsunum og misnotkun. Ekki eins og ríkið geri nokkru sinni mistök. Það að þessi hugmynd komi frá mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar er ótrúlegt. Sjá frétt frá mbl.is
Vandamálið sem ég sé í þessu er ekki að það sé ekki góð hugmynd að reyna að koma í veg fyrir nauðganir. Ég er á því að það sé hið besta mál. En að mér slær þegar ég hugsa til þess að það verði komnar upp eftirlits myndavélar við öll opinber salerni á Íslandi. Því eftirlitið verður með öllum sem þar eiga leið um. Háum sem lágum. Magnað að segja frá því að það er ekkert einsdæmi að slíku sé lekið á Netið. Ég velti því ósjálfrátt fyrir mér hvort hér sé ekki verið að fara aðeins yfir strikið.
Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að skoða öryggismál í og við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi á stöðunum.
Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að skoða öryggismál í og við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi á stöðunum. Starfshópurinn verður skipaður kjörnum fulltrúum auk fulltrúa lögreglunnar, veitingamanna og Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Hópurinn á að koma með tillögur til úrbóta fyrir 15. nóvember.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd, lagði á fundinum fram tillögu um að óska eftir því við lögreglustjóra að embættið skoði aukið öryggi á salernum veitingastaða til að sporna gegn nauðgunum. Tillögunni fylgdi greinargerð þar sem hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni leggur til að komið verði upp öryggismyndavélum framan við salerni skemmtistaða til þess að auka á öryggi gesta.
Vandamálið sem ég sé í þessu er ekki að það sé ekki góð hugmynd að reyna að koma í veg fyrir nauðganir. Ég er á því að það sé hið besta mál. En að mér slær þegar ég hugsa til þess að það verði komnar upp eftirlits myndavélar við öll opinber salerni á Íslandi. Því eftirlitið verður með öllum sem þar eiga leið um. Háum sem lágum. Magnað að segja frá því að það er ekkert einsdæmi að slíku sé lekið á Netið. Ég velti því ósjálfrátt fyrir mér hvort hér sé ekki verið að fara aðeins yfir strikið.
Ummæli