Svolítið svar
Mér leiðist snobb. En er sjálfur fullur af fordómum. Leyfi mér það bara. Ég hef til dæmis ekki nokkurn áhuga á því að fara aftur til Benidorm, heimsækja Kanaríeyjar eða sérstaklega spenntur fyrir Gautaborg. Ekki frekar en ég myndi nefna McDonalds, KFC eða American Style sem nöfn á merkilegum matsölustöðum. En ég drulla ekki yfir fólk sem finnst það spennandi. Það gerir það hins vegar leikkona. Sem þessa stundina býr westur í Bandaríkjunum og getur ekki hamið sig í óánægju sinni með að okkur skuli detta í hug að heimsækja Minneapolis St. Paul. Fyrst henni finnst ég vera fáviti. Þá má ég væntanlega svara fyrir mig. Eða þetta virkar svoleiðis held ég. Ef þið viljið lesa bloggið hennar – þá er þetta slóðin - http://steinunnolina.blog.is/blog/steinunnolina/entry/307765/ en það voru þessar tvær setningar sem sannfærðu mig um. Að sumum finnst bara betra að hafa það sem betur hljómar.
Byrjum á fyrri hlutanum. Samkvæmt Wikipedia er Minneapolis-St. Paul eða Twin Cities 13. fjölmennasta borg í Bandaríkjunum með um 3,5 milljón íbúa. Það eru rúmlega 10 falt fleiri en búa á Íslandi. Þarna er líka aðal flugvöllur Northwest Airlines, sem einmitt hóf feril sinn árið 1926 með því að fljúga með póst til og frá borginni. Í dag er Northwest eitt af stærstu flugfélögum í heimi og er hluti af SkyTeam. Frá Minneapolis-St. Paul flugvelli er flogið til 131 borgar, 116 innan Bandaríkjanna og 14 utan þeirra. Um flugvöllinn fóru 35.612.133 farþega árið 2006. Já en er þetta ekki bara fólk sem röltir í gegnum flugstöðina. Enda ekkert til Minneapolis St. Paul að sækja. Eða hvað?
Ef við erum að spá í tónlistararfi, þá má nefna að Bob Dylan, Andrews Sisters, Husker Du, Soul Asylum, Prince og Paisley Park eru hluti af honum. Þó það hafi kannski verið meira um að vera þarna fyrir nokkrum árum, þá er ennþá heilmikið í gangi. Ég tek vel eftir því í gegnum My Space. Nú svo er ekki hægt annað en nefna Garrison Keller og A Prairie Home Companion. Tveir af mínum uppáhalds kvikmyndaleikstjórum koma líka frá þessari borg – Joel og Ethan Coen. Sem sannarlega hafa notað svæðið sem bakgrunn fyrir eina af mínum uppáhaldsmyndum. Fargo. Já, ég veit að það er ekki sama borg. En þetta er allt sama svæðið.
Þetta eru líka heimaslóðir flestra Skandinavíubúa sem fluttust til Bandaríkjanna. Líklega eru tengslin hvergi sterkari við Norðurlöndin en einmitt þarna. Sem sést best á því að fótbolta amerísku útgáfuna liðið kennir sig við Víkinga. Það er meira að segja ósvikið fótboltalið þarna, Minnesota Thunder, en svoleiðis er kannski ekki á áhugasviði hennar. Finnst það ekkert spennandi. Ekki frekar en sigling á vötnum eða veiðar um ís. Allt hlutir sem svæðið er frægt fyrir. En kannski hún hefði áhuga á að kíkja á sýningu í nýja Guthrie leikhúsinu, hannað af ekki ómerkari arkitekt en Jean Nouvel. Skrítið. Við að taka þetta saman þá er mig bara virkilega farið að langa til Minneapolis-St. Paul.
Hvað þangað [Minneapolis – St. Paul] á að sækja er mér óskiljanlegt! En það er örugglega ódýrt að lenda þar [Minneapolis – St. Paul] því enginn vill vera þar [Minneapolis – St. Paul].
Byrjum á fyrri hlutanum. Samkvæmt Wikipedia er Minneapolis-St. Paul eða Twin Cities 13. fjölmennasta borg í Bandaríkjunum með um 3,5 milljón íbúa. Það eru rúmlega 10 falt fleiri en búa á Íslandi. Þarna er líka aðal flugvöllur Northwest Airlines, sem einmitt hóf feril sinn árið 1926 með því að fljúga með póst til og frá borginni. Í dag er Northwest eitt af stærstu flugfélögum í heimi og er hluti af SkyTeam. Frá Minneapolis-St. Paul flugvelli er flogið til 131 borgar, 116 innan Bandaríkjanna og 14 utan þeirra. Um flugvöllinn fóru 35.612.133 farþega árið 2006. Já en er þetta ekki bara fólk sem röltir í gegnum flugstöðina. Enda ekkert til Minneapolis St. Paul að sækja. Eða hvað?
Ef við erum að spá í tónlistararfi, þá má nefna að Bob Dylan, Andrews Sisters, Husker Du, Soul Asylum, Prince og Paisley Park eru hluti af honum. Þó það hafi kannski verið meira um að vera þarna fyrir nokkrum árum, þá er ennþá heilmikið í gangi. Ég tek vel eftir því í gegnum My Space. Nú svo er ekki hægt annað en nefna Garrison Keller og A Prairie Home Companion. Tveir af mínum uppáhalds kvikmyndaleikstjórum koma líka frá þessari borg – Joel og Ethan Coen. Sem sannarlega hafa notað svæðið sem bakgrunn fyrir eina af mínum uppáhaldsmyndum. Fargo. Já, ég veit að það er ekki sama borg. En þetta er allt sama svæðið.
Þetta eru líka heimaslóðir flestra Skandinavíubúa sem fluttust til Bandaríkjanna. Líklega eru tengslin hvergi sterkari við Norðurlöndin en einmitt þarna. Sem sést best á því að fótbolta amerísku útgáfuna liðið kennir sig við Víkinga. Það er meira að segja ósvikið fótboltalið þarna, Minnesota Thunder, en svoleiðis er kannski ekki á áhugasviði hennar. Finnst það ekkert spennandi. Ekki frekar en sigling á vötnum eða veiðar um ís. Allt hlutir sem svæðið er frægt fyrir. En kannski hún hefði áhuga á að kíkja á sýningu í nýja Guthrie leikhúsinu, hannað af ekki ómerkari arkitekt en Jean Nouvel. Skrítið. Við að taka þetta saman þá er mig bara virkilega farið að langa til Minneapolis-St. Paul.
Ummæli