Varla skammdegisþunglyndi strax

Það er formlega komið haust. Samkvæmt því að það séu fjórar árstíðir. Þá hlýtur það að byrja 21. september. En það var samt eins og veturinn kæmi bara strax. Um miðjan mánuð þá gekk ég um Hengilsvæðið í hnédjúpum snjó. Norðanáttin vælir inn um gluggann hjá mér. Gróðurinn skiptir litum fyrir utan gluggann minn. Það er eitthvað kraftmikið við þetta veður. Ég er minntur á það hvar í heiminum ég bý. Nú er ég að undirbúa kennsluefnið mitt. Það gengur. Rólega.

Annars er ég eitthvað óvenju þreyttur þessa dagana. Veit ekki hvað veldur. Það er ekkert óvenjulega mikið stress í gangi hjá mér. Ekki fyrr en kannski núna. Þegar ég ætti að vera klára glærur. En þarf að koma þessu frá mér. Því mér finnst rosalega skrítið að vera svona þreyttur. En kannski er það bara hreyfingin. Ég er nefnilega búinn að vera duglegur. Fer flesta virka daga. Fjórum til fimm sinnum í viku. Það er alveg að gera sig. Svo hitti ég frænku. Það var líka skemmtilegt. Alveg með góðan æfingafélaga líka. Við erum svo dugleg að sjá til þess að við séum bæði að mæta. Sem mér finnst frábært. En nú er sem sagt nóg að gera. Ætli þetta sé kannski bara aldurinn sem er að segja til sín?

Ummæli

Vinsælar færslur