Vorið er komið

Dagurinn í gær var ljúfur. Ég bjó til brú eins og þeir segja á Spáni. Þóttist alveg eiga það skilið. Það er eitthvað svo yndislegt við svona óundirbúna frí daga. Líka að ég er ennþá að komast í gang eftir Brasilíuferðina. Finn til að mynda að ég þarf að skrifa. Furðulega fljótt sem þetta dettur niður hjá manni. Þurfti ekki nema par vikur í rólegheitum. En núna er þetta allt að komast í gang aftur.

Vaknaði eldsnemma í morgunn. Fór og lét skipta sumardekkjum undir bílinn. Í síðara lagi svona fyrir mig. En það var fríið. Hitti þar gamlan vinnufélaga. Sú hafði keypt sér eins bíl og ég. Var nákvæmlega jafn ánægð og ég. Líka með nýju vinnuna. Svo meðan ég drakk kaffi, þá skiptumst við á að hrósa bílunum okkar og ræða vinnu mál. En nú er ég farinn í Borgarfjörðinn.

Ummæli

Vinsælar færslur