Gleðilegt sumar

Mikið var þetta fallegur dagur í dag. Ég vaknaði á sama tíma og venjulega í dag. Sem er óvenjulegt. Því það er frídagur í dag. Á þeim dögum er ég vanur að sofa fram eftir. En í gærkvöldi. Þá bókstaflega slokknaði á mér. Sem var óheppilegt. Því í stað þess að fara út og kveðja veturinn. Þá hafði ég hent í þvottavél. Svo mín beið rakur þvottur í morgunn.

Til allrar hamingju er svona stutt skolkerfi á þvottavélinni minni. Svo ég gat sett það í gang. Brosti svo framan í sólina og byrjaði að vinna. Því ég átti ekki frí í dag. Eins og í fyrra þá var ég að hugsa um börn. Núna var ég þó mest í því að koma málefninu í fjölmiðla. Skemmtilegt málefni. Koma börnum í draumaferðina.

Ég hef haft gaman af því að ferðast frá því ég man eftir mér. Alltaf fundist eitthvað spennandi við það að ferðast. Koma á nýja staði. Svo ég er heppinn. Að hafa fundið mér starf sem tengist ferðalögum. Ekki að mér finnist skemmtilegt að ferðast vegna vinnu. En ég skrifa ekki hér um vinnuna mína. Það á ekki við. En það er ánægjulegt að veita börnum sem eiga erfitt, tækifæri til þess að njóta lífsins. Hvernig er annað hægt?

Eftir að störfum mínum vegna þessara barna þá naut ég dagsins. Kom við heima. Fór í sund. Eitthvað sem ég hef ekki gert of mikið af hér heima. Fannst það lítið mál í útlöndum. En hérna heima. Þá fer ég sjaldan í sund. Sem er kannski bara vitleysa. En með yoga, leikfimi og gönguferðum. Þá verður bara lítil tími eftir fyrir sund. En þetta var skemmtileg sundferð. Það er eitthvað svo notalegt að vera heit en samt kalt á eyrunum. Það er svo óskaplega íslenskt eitthvað. Svona eins og það að sumarið byrji í apríl. Það viti á gott að vetur og sumar frjósi saman. Þetta skilur ekki fólk á syðri slóðum.

Í kjölfarið á sundinu var mér boðið í mat. Grill. Það minnti mig á að ég á alvöru humar í frystihólfi. Gæsabringur í öðru frystihólfi. Kominn tími til að byrja skipuleggja grillsumarið. Líka búinn að ræða Hornstrandargöngu sumarsins. Við ætlum að fara 27. júlí (eða um það leiti). Reykjafjörðurinn er markmiðið. Bara spurning hvort við förum í hóp með ferðafélaginu eða hvort við verðum á eigin vegum. Skildu einhverjir vilja koma með í ævintýrið? Látið í ykkur heyra ef svo er. Hornstrandir eru æði.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég verð illa fjarri góðu gamni eins og í fyrra, er að fara á ráðstefnu mánaðamótin júlí-ágúst

en gleðilegt sumar:)
Valtyr sagði…
Ég verð á kafi að vinna í mastersverkefninu mína á þessum tíma, annars hefði ég verið mjög til.

Fólk má líka kíkja hignað til Skotlands og ganga hér um, held að það sé ekki ónýtt ;)
Simmi sagði…
Baun - þú gerir þetta viljandi:-) Nei, en annars leiðinlegt að þú skulir ekki komast með - það var magnað síðast.

Valtýr - já ég er akkúrat að plotta þetta - þarf að finna daga sem virka. Spurning hvort Hvítasunnuhelgin gæti ekki verið akkúrat rétti tíminn - það er þarna einhvern tíma síðast í maí held ég.

Vinsælar færslur