Gleðilegir páskar

Eitt af því besta sem ég veit. Er gott súkkulaði. Held að amma hafi alið þetta upp í mér. Í það minnsta finnst mér gott súkkulaði eitt af því besta sem ég veit. Hef svona þróað þetta með mér. Í dag þá vil ég helst að það sé ekki minna en 50% kakó innihald í súkkulaðinu mínu. Dökkt er minn litur. Páskar eru líka súkkulaði hátíð. En það hefur þó í gegnum tíðina verið erfitt að finna gott páskaegg fyrir einhvern eins og mig. Ekki að mér finnist þessi hefðbundnu íslensku ekki góð. Bara ef það væru til páskaegg með meira kakóinnihaldi. Svo þið hljótið að skilja gleði mína þegar ég fann hér í Brasilíu ekta páskaegg að mínu skapi. 55% kakó innihald og möndlur. Hér eru páskaegg yfirleit ekki heldur full af nammi. Sem er fínt fyrir mig. Því það er eggið sjálft sem mér finnst mest spennandi. Svo það var sannkölluð gleðistund hjá mér og dóttur gestagjafana í morgunn. Hún með Hello Kitty páskaeggið sitt og ég með mitt.

Hér er annars heit. Bara svona það fari ekkert á milli mála. Þá er svo heit að það þýðir ekkert annað en geyma súkkulaði inn í ískáp. Því það bráðnar annars. Reikna með að ef ég hefði geymt eggið mitt annars staðar, þá hefði það orðið að meiri svona súkkulaði polli en eggi. Svona eins og bollurnar sem ég reyndi einu sinni að baka á bolludaginn. Sem ekki urðu neinar bollur, bara svona pollar á bökunarplötu. En það er önnur saga.

Til að halda upp á hátíðina. Fórum við ekki í kirkju. Þó við séum í kaþólskulandi. Þá gerðum við það sama og innifæddir. Fórum á ströndinni. Það er takturinn í fríinu. Vakna í morgunmat. Kíkja aðeins við í lauginni. Fara á ströndinni. Finna sér eitthvað skemmtilegt að borða yfir daginn. Svo kvöldmatur og kokteil um kvöldið. Annars áttum við ferlega skemmtilegan dag í gær. Fórum í skjaldbökuleiðangur. Þannig er nefnilega að hér til Brasilíu koma víst þó nokkrar af þeim skjaldbökum sem til eru í heiminum. Þar á meðal risaskjaldbökur sem verða sjaldgæfari með hverju ári. Fyrir ekki lengra síðan en 20 árum. Þá voru skjaldbökur veiddar hérna. Þóttu góður matur. Skelin notuð og flest af dýrinu. En fyrir um 20 árum síðan. Þá fékk einhvern hér hugmynd. Það væri vit í því að vernda þessi dýr. Svo í stað þess að veiða þau eins og gert hafði verið um aldir. Var farið í það að vernda þessi dýr. Til að byrja með vöru þetta 15 verndarsvæði. Í dag eru þau 79. Úr þessu hefur orðið til heilmikil atvinna. Fjöldi ferðamanna sem kemur heimsækir verndarsetrið sem við fórum til. Já, einhverja hluta vegna telja menn það hér í Brasilíu góða nýtingu á þessari auðlind sinni (sem borða fisk og smá sjávardýr) að vernda þau og fá með því ferðamenn til að eyða peningum á þessum stöðum. Ætli þeir hafi mælt hvað skjaldbökur éti mikið af fiski?

Gleðilega páska héðan úr hitanum!

Ummæli

Vinsælar færslur