Að koma sér upp góðum siðum

Ég er búinn að vera stunda yoga núna í kringum eitt ár af einhverju viti. Tók hálft ár á síðasta ári og svo datt þetta niður þegar kom fram á veturinn. En tók svo við mér aftur núna eftir áramótin. Smátt og smátt hefur þetta verið að koma hjá mér. Ég ætla ekkert að halda því fram að ég sé ofboðslega liðugur ennþá. Hreint ekki. Heldur ekki að ég geti gert allt sem ég ætla mér. Hreint ekki. En þetta er að verða hluti af taktinum hjá mér.

Ég fór nefnilega að hugsa um taktinn hjá mér í sumarfríinu. Þá nefnilega dettur það allt úr sambandi. En minn venjulegi dagur hefst yfirleit á því að ég er að berjast við að komast á fætur. Ég er nefnilega ekki morgunn hress. Svo ég er sífellt að finna aðferðir til að komast á fætur. Breyta tímanum sem vekjarinn hringir á. Skipta um stað. Bæta við símanum. Eða ekki. En sem sagt ég er morgunsvæfur. Held ég sé líka ekki frábær félagsskapur svona fyrst á daginn. Svo lagast það allt saman.

En eftir hefðbundin morgunverk þá er ég yfirleit á vinnustaðnum fram til 5. Jafnvel eitthvað aðeins lengur, svona ef eitthvað er þannig að það virðist þurfa aðeins lengri tíma. Síðan hef ég kom mér upp þeim sið að fara í leikfimi eftir vinnu. Svo smátt og smátt hefur það orðið að vana. Svo hef ég verið að breyta því í yoga. Svona núna finnst mér ótrúlega mikilvægt að komast í yoga tímann minn. En það tekst ekki alltaf.

Á morgunn er ég til dæmis að vinna á þeim tíma. Svo þá þarf ég að gera annað tveggja. Vakna snemma og gera yoga. Eða komast í hádeginu í yoga. Ég segi ykkur á morgunn hvernig mér gekk.

Ummæli

Vinsælar færslur