Kemur ekki á óvart
Ég er að skipta um símafyrirtæki. Eða sá sem borgar farsímareikninginn minn er að gera það. Ég hef vonda reynslu af öllum breytingum á tækjum og tólum. Fannst það því ganga kraftaverki næst þegar ég fékk uppfærslu á þráðlausa netinu mínu. Sem virkaði. Sömuleiðis þegar ég endurnýjaði fartölvuna mína án þess að lenda í endalausum vandræðum. En nú er ég að berjast við símann. Finnst mjög líklegt að ég sé að lenda í vandamálum. Bölvað vesen.
Ég hef það þó til góða. Að vera vanur. Kemur mér meira á óvart að hlutir sem tengjast hugbúnaði og upplýsingatækni virki eins og til er ætlast. En hitt þegar eitthvað gerist og allt hættir að virka. Enda á ég mér sorgarsögur og leiðinda stundir (og jafnvel daga) þar sem ég hef barist við tæknina. Þess vegna finnst mér skrítið að aðrir telji mig kunna eitthvað í þessu.
Ég hef það þó til góða. Að vera vanur. Kemur mér meira á óvart að hlutir sem tengjast hugbúnaði og upplýsingatækni virki eins og til er ætlast. En hitt þegar eitthvað gerist og allt hættir að virka. Enda á ég mér sorgarsögur og leiðinda stundir (og jafnvel daga) þar sem ég hef barist við tæknina. Þess vegna finnst mér skrítið að aðrir telji mig kunna eitthvað í þessu.
Ummæli