Ekkert Stress

Stress. Það varð eftir heima. Það sem af er hefur stressið bókstaflega lekið úr mér. Þrátt fyrir áhyggjuleysi. Þá hef ég líka fylgst með því helsta sem er í gangi. Í gegnum Netið. Meira að segja haldið ferðasögu. Eins og þið hafið líklega tekið eftir. Það er annars skrítið að vera staddur í landi, þar sem ég á í raun lítil samskipti við fólk. Því ég skil ekkert hvað fólk er að reyna að segja mér. Svo ég fæ ekki samviskubit yfir því að segja þvert nei þegar fólk kemur og betlar.



Því það er eitt af því sem ekki verður flúið hér. Hér er fólk sem augljósleg á fátt. Annað en sjálft sig. Ekki að ég sé yfirleit að fá samviskubit yfir þessu. En hérna eru stór hættuleg fátækrahverfi. En hvers vegna er ég að hugsa um þetta í miðju fríi? Jú, ég tók nefnilega með mér hljóðtækið mitt. Sem hefur stytt mér stundir á ströndinni. Í dag hlustaði ég á vefvarp frá New York Times. Sem fjallaði um mirco financing. Málið er sem sagt að í þróunarlöndum. Er eitt af helstu vandamál fátækra aðgangur á fjármagni. Oft ekki stórar upphæðir. Heldur litlar. Svona til þess að geta haldið áfram með einfalda viðskiptahugmynd. Ég hef áður minnst á þetta. En þetta helst í hendur við að veita konum meiri völd. Því við kallarnir eigum það til að eyða krónum. Í óþarfa. Hugsum lítið fyrir komandi kynslóðir. Með því að veita konum aðstoð og fjármagn. Þá hefur náðst ótrúlegur árangur.



Veit svo sem ekki hvort þetta myndi hafa áhrif hér. En ég er viss um að hér er margt sem má bæta. Því þetta land er fallegt. Fólkið fallegt. Engin sjáanleg ástæða fyrir því að hér séu nokkuð annað en velsæld. Ekki sem ég get séð í það minnsta. Meira að segja fólkið sem ég er í heimsókn hjá. Talar um að þegar öllu sé á botninn hvolft. Þá sé líklega hvergi betra að búa en á Íslandi. En ekki halda að mér líði ekki vel hérna. Vinafólk mitt fer afskaplega vel með okkur. Allt gert fyrir okkur. Þau eru með heimilishjálp. Sem hugsar um okkur eins og við séum hluti af fjölskyldunni. Það þýðir að ég þarf ekki að hugsa um þvott. Fötin mín eru bara sett í hrúgu. Svo enda þau samanbrotin inn í herberginu sem ég gisti í. Hvílíkur munaður. Fyrir þessa þjónustu þarf ekki að borga mikið. Raunar svo lítið að það rifjaðist upp fyrir mér af hverju nokkrir félagar hafa sest að hérna í Brasilíu. Því ef þú hefur tekjur frá Íslandi, þá er hægt að lifa flott hér. Ekkert stress.

Ummæli

Vinsælar færslur