Sunnudagar eru strandadagar

Eins og ég komst að. Við höfðum farið út að skemmta okkur á laugardagskvöldið. Það er dálítið annað en að skreppa út á höfuðborgarsvæðinu. Því hér eru glæpir landlægir. Raunar er það skemmtileg tilviljun að ég var að hlusta á From Our Own Correspondents frá BBC 4 hér. Þegar ég heyrði umfjöllun um þjóðarsál Brasilíu. Þannig eru víst bara 3 svör sem koma til greina ef þú ert spurður um álit þitt á Brasilíu. Frábært, ótrúlega frábært, eða besta land í heimi. Öll önnur svör hitta Brasilíubúa illa fyrir. Því þrátt fyrir að þetta sé 5 stærsta hagkerfi í heimi. Eru vandamálin margvísleg. Þannig eru glæpir landlægir.

Það er því ekki einfalt mál að kíkja út eina kvöldstund. Það er nefnilega nauðsynlegt að skipuleggja kvöldið. Vita hvert er verið að fara. Hvernig á að komast þangað og ekki síður hvernig á að komast til baka. Það er óráðlegt að vera mikið á ferli að kvöldlagi. Alls ekki einn á ferð. Ekki eitthvað sem ég þurfti samt að hafa áhyggjur af. Gestgjafar mínir hafa mun meiri áhyggjur en ég. En við kíktum sem sagt út. Fengum far á staðinn. Með vinkonu frænda gestgjafa okkar. Hér í Brasilíu tíðkast sem sagt að fólk er að para sig saman í marga mánuði. Ekki eins og okkar heimaslóðum. Hér er nefnilega hefð fyrir því að konur lifi skýrlífi fram að giftingu. Það er víst langur vegur frá því að fólk byrjar að hittast þar til það byrjar að búa saman. Þetta er allt saman mikið og langt ferli. Þetta er nefnilega kaþólskt land. Kannski ekki afturhaldsamt, en langt frá því jafn frjálslynt og við kannski látum okkur detta í hug.

Því íbúar þess hafa sannarlega á sér frjálslynt yfirbragð. Það var greinilegt bæði þegar við kíktum út og á ströndinni. Raunar fer það víst líka fyrir brjóstið á Brasilíubúum að það sé hald fólks víðsvegar um heim að hér séu konur berbrjósta á ströndinni. Slíkt er ekki til siðs. Enda eru strendur fjölskyldustaðir. Þangað streyma íbúar svæðisins um helgar. Flest er fólkið á sunnudögum. Við erum svo vel staðsett að það er stutt á ströndina. Í staðinn er langt í miðbæinn. En það hefur þann kost að þegar við röltum út á Flamingoströndina þá þurfum við ekki að finna bílastæði. Á ströndinni má síðan fá flest það sem nauðsynlegt er til að gera dvölina þægilega. Barþjónar bera í mig drykki. Strandasalar reyna að selja mér húfur, sólgleraugu, ís, spennur, fléttur og svo það sem mér finnst hvað skemmtilegast. Grillaðan ost á pinna með hunangi. Það eru sem sagt strandasalar sem rölta með ostapinna í annarri hendi og bakka með heitum kolum í hinni. Ekki starf sem ég öfunda þá af. Þeir grilla svo ostinn yfir kolunum og þannig fær maður nýgrillaðan ost löðrandi í hunangi. Sem er ekki eitthvað sem ég myndi mæla með í kuldanum á Íslandi. En er ferlega góður á ströndinni hér.

Ummæli

Vinsælar færslur