Það kom lítil sólargeisli í morgunn

Ég varð frændi aftur í morgunn. Klukkan 8:10 í morgunn eignaðist systir mín lítinn strák eins og flestir voru búnir að spá, en ekkert hafði verið staðfest. Þetta gekk allt eins og í sögu, strákurinn mældist 53 sentímetrar og 17 merkur. Hann var líka ekkert að gera þetta of erfitt. Tók víst ekki nema 2 klukkutíma og meira að segja á undan áætlun, því samkvæmt spá hefði hann átt að bíða þangað til á morgunn. En ég er glaður fyrir hönd systur minnar. Alltaf skemmtilegt að fá nýjan fjölskyldumeðlim. Nú verður skemmtilegt að fylgjast með hvernig þessi litli gaur verður. Þau 2 systkinin sem fyrir eru, eru nefnilega skemmtilega ólík í skapinu. En ég óska systur minni og öllum hinum í fjölskyldunni til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðlinn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
til hamingju:) var hann ánægður með skóna sína?
Simmi sagði…
Að sjálfsögðu bara tóm hamingja með skóna:-)

Vinsælar færslur