Hverskonar bull er þetta?

Í morgunn blasti við mér svakaleg frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Af ótrúlegri siðblindu Íslendinga. Eða svo ég vitni í Fréttablaðið:

Hugbúnaðarstuldur á heimsmælikvarða - Samkvæmt árlegri rannsókn alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda (Business Software Alliance) voru 53 prósent af hugbúnaði á Íslandi ólöglega fengin árið 2006.


Ég hef svolitlar áhyggur af íslenskri fjölmiðlun þegar ég sé svona skellt upp. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt í þessari frétt sem er vafasamt og óstaðfest og fyrir þá sök að ekki er gerð nokkur tilraun, að því er virðist, til þess að athuga áræðanleika upplýsinganna. En kíkjum aðeins betur á þetta. Hvaða samtök eru þetta? Business Software Alliance eru:

The Business Software Alliance is the foremost organization dedicated to promoting a safe and legal digital world. BSA is the voice of the world's commercial software industry and its hardware partners before governments and in the international marketplace. Its members represent one of the fastest growing industries in the world. BSA programs foster technology innovation through education and policy initiatives that promote copyright protection, cyber security, trade and e-commerce. BSA members include Adobe, Apple, Autodesk, Avid, Bentley Systems, Borland, CA, Cadence Design Systems, Cisco Systems, CNC Software/Mastercam, Dell, Entrust, HP, IBM, Intel, McAfee, Microsoft, Monotype Imagine, PTC, RSA, The Security Division of EMC, SAP, SolidWorks, Sybase, Symantec, Synopsys, The MathWorks, and UGS.


Með öðrum orðum. Þetta eru samtök hugbúnaðarframleiðanda. Sem hafa látið búa til fyrir sig skýrslu um hugbúnaðarstuld. En hvernig skildi þessi stuldur vera mældur? Jú það er nokkuð athygilsverð aðferð sem er notuð. IDC sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatæknimálum býr til skýrsluna. Hún byggist á því að mæla fjölda seldra tölva. Síðan er búin til einhver tilbúin stærð, sem á að segja til um hversu stór hugbúnaðarmarkaðurinn ætti að vera út frá fjölda seldra tölva. Sem er satt best að segja svona álíka gáfulegt eins og að áætla bensínsölu í landinu út frá fjölda bíla í landinu og einhverjum hugmyndum alþjóðlegra ráðgjafa fyrirtækja um meðaleyðslu á bensíni á Íslandi. Ef meðalgildið væri t.d. miðað við venjulegan akstur Bandaríkjamans til og frá vinnu, tja, ætli það væri ekki augljóst að hugsanlega væri þetta ekki alveg eins á Íslandi. En nota það samt. Finna síðan út hversu miklu af bensíni landsmenn "stela" vegan þess að þessum tölum ber ekki saman við raunverulega sölu á bensíni!

Málið er nefnilega að það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég og margir fleiri komum líklega ekki fram í tölum hjá IDC, þrátt fyrir að ég viti ekki til þess að ég sé að nota ólöglegan hugbúnað.
Í fyrsta lagi þá er til mikið af ókeypis hugbúnaði. Linux stýrikerfi, Open Office og myndvinnslubúnaður. Þetta eru líklega 3 veigamestu ástæður til þess að kaupa hugbúnað sem ég veit um. En þegar þetta er allt frítt (eða hluti af kaupverði vélbúnaðar eins og gerist með stýrikerfið) þá er ekki mikil ástæða til þess að hlaupa til félaga innan BSA og kaupa hugbúnað.
Í öðru lagi er mikið af hugbúnaði að verða veflægur og breytast í þjónustur sem margar eru ókeypis. Ég bendi á allar þær þjónustur sem Google og Yahoo bjóða án endurgjalds. Sama á við um 37Signals. Vafrar og annar vefhugbúnaður er allur ókeypis og annað hvort fylgir vélbúnaði eða er auðvelt að fá í gegnum vefinn. Ég fór lauslega í gegnum þetta og sá að það eina sem mig vantaði var verkefnastjórnunarhugbúnaður. Open Workbench var svarið. Það er nefnilega athyglisvert hverjir eru ekki á þessum lista. Sun vantar (en Sun stendur á bak við Open Office), Linux er hvergi og raunar virðist Open Source ekki sjá stað í þeim sem þarna eru félagar. Enda það líklega ekki tilgangur þessa félagsskapar. Engin þörf hjá mér til að fjárfesta krónu í hugbúnaði hjá félögum í BSA.
Í þriðja lagi eru síðan leikir. Ég er nokkuð viss um að tekjur framleiðenda Everquest, EVE Online og World Of Warcraft frá íslenskum notendum eru algjörlega í takt við það sem ætla mætti. Það er nefnilega ekkert um það að ræða að stela hugbúnaði í þessum leikjum. Þeir eru nefnilega á Netinu. Ef þú ætlar að vera með. Þá borgar þú áskrift. Annars er leikurinn búinn. Fyrir þá sem eru ekki í netleikjunum, þá er hægt um vik að kaupa leiki í gegnum Netið. Fullkomlega löglegt niðurhal í gegnum þjónustur eins og leikjasölu Gamespot.com. Án íslenskra skatta og gjalda reyndar og á sama verði og í USA. BT og Skífan eru bara ekki alveg samkeppnishæf í verði. Fyrir nú utan að jólasveinar eins og ég kaupa einfaldlega “notaða” leiki í gegnum Ebay. Sem eru yfirleitt leikir sem eru að seljast af lager smásöluaðila eða jafnvel framleiðenda með verulegum afslætti. Kannski ekki glænýir. En fullkomlega löglegir.

En hver er þá ástæða þess að svona yfirlýsingar koma upp í íslenskum fjölmiðlum? Hvers vegna komast hugbúnaðarframleiðendur upp með að hundsa löglegan skilafrest neytenda? Hvenær sástu síðast útreikninga á því tapi sem við verðum fyrir vegna galla í hugbúnaði? Hvers vegna er ábyrgð hugbúnaðarframleiðenda á gölluðum hugbúnaði engin? Svona segir EFF frá:

We are not responsible if this product messes up your computer.

The disclaimer of liability for faulty software is perhaps the most important function of a EULA from the manufacturer's perspective. And it's bad news for the consumer. This term purports to supplant traditional consumer protection and products liability law. Clicking yes on EULAs containing this common clause means that the consumer cannot file class-action lawsuits against the vendor for faulty products, or for products that do not do all the things that the company advertised they would.

This kind of agreement would seem absurd if applied to other kinds of consumer electronics. If you buy a microwave, there's a large body of common law and statute that gives you rights against its manufacturer if it blows up, burns you, or singes your countertop. You can hold the manufacturer liable for "foreseeable" malfunctions or injuries, or for the product's failure to work as advertised. But if you buy a piece of software, the EULA often disclaims all that prior law, without putting alternate consumer protections in its place.
Here is a typical clause, from the Windows XP EULA:

Except for any refund elected by Microsoft, YOU ARE NOT ENTITLED TO ANY DAMAGES, INCLUDING BUT NOT LIMITED TO CONSEQUENTIAL DAMAGES, if the Software does not meet Microsoft's Limited Warranty, and, to the maximum extent allowed by applicable law, even if any remedy fails of its essential purpose.


While the Limited Warranty itself only lasts for 90 days, the language above purports to shield Microsoft even if a crash costs you a massive amount of data during the Warranty period. But at least you only have to pay shipping for the new version of XP:

You will receive the remedy elected by Microsoft without charge, except that you are responsible for any expenses you may incur (e.g. cost of shipping the Software to Microsoft).


A warranty disclaimer is generally found in most EULAs despite the fact that it runs counter to the very basis of products liability law.
http://www.eff.org/wp/eula.php

En kannski þetta sé bara fyrsta frétt í víðtækri umfjöllun. Kannski forsíðan á morgunn verði:

Hugbúnaðarframleiðendur hafa milljarða af þjóðinni

Ummæli

Vinsælar færslur