Er þetta eðlilegt
Var yfirskrift tölvupóst sem ég sendi á Tollinn, Talsmann Neytenda og nýbakaðann Viðskiptaráðherra í kvöld. Mér finnst þetta svo ótrúlegt að ég ætla að leyfa mér að birta hann hér. Svo hljóðandi var pósturinn sem ég sendi
Nú verður spennandi að sjá hvaða svör ég fæ.
Í kvöld er ég bókstaflega orðlaus. Hef séð ýmislegt í gjaldtöku og samskiptum við Tollayfirvöld, en ekkert þessu líkt. Hér fyrir neðan má sjá afrit af reikning, eða greiðsluseðli vegna vöru sem ég keypti á Ebay. Eins og þar kemur fram var verðmæti vöru 0,99 GBP. Flutningskostnaður samkvæmt þessu var 2,99 GBP og heildarupphæð 3,98 GBP. Samkvæmt yfirliti frá viðskiptabanka mínum var heildarverðmæti í íslenskum krónum því 495 krónur. Í kvöld fékk ég síðan vöruna afhenta. Þá hafði lagst ofan á þetta verð - 335 krónur sem eru aðflutningsgjöld (37 krónur í toll, 134 krónur í virðisaukaskatt plús eitthvað óskilgreint) og 350 krónur í tollmeðferðargjald. Hér eru því opinbergjöld kominn vel á 700 prósent, sé miðað við 0,99 GBP og nálægt 200 prósent sé miðað við hið skemmtilega íslenska FOB verð. En þar með er ekki sagan öll. Því nú kom hið furðulegasta aukagjald, sem ég hef aldrei áður séð - nefnilega tollskýrslugerð upp á eina 1.811,24 krónur - litlar - nú er heildarverð vörunnar sem ég keypti á 0,99 GBP á Ebay og greiddi síðan fyrir flutning og kostaði þannig til 495 krónum - ekki 1000, ekki 2000, ekki 3000 heldur 3.435 krónur!! og það er ekki tilviljun að ég set 2 upphrópunarmerki. Er þetta eðlilegt? Ég skilaði samviskusamlega inn reikning fyrir vörunni þegar eftir því var kallað, en að ég ætti von á tæplega 3000 króna kostnaði ofan á vöru sem seljandi fékk fyrir 0,99 GBP - tja, ég er bara orðlaus. Er ekki eitthvað verulega undarlegt við gjaldtöku sem þessa? Vantar ekki einfaldlega ákvæði sem forðar okkur sem gera svona smá innkaup á Ebay frá því að lenda í svona. Ég bendi á að mun betri og vandaðri heyrnartól fást fyrir lægra verð t.d. í Tölvulistanum - http://www.tolvulistinn.is/vara/3322 og það er mér algjörlega hulinn ráðgáta hvernig það má vera að þessi vara sem ég keypti hafi endað í 3.535 krónum!
Nú verður spennandi að sjá hvaða svör ég fæ.
Ummæli