Innflutningsraunir II

Ég fékk svör frá Íslandspósti í morgunn. Fékk eftirfarandi tölvupóst:

Það sem gerir upphæðin á þessari sendingu er að á þessari vöru sem þú varst að fá er vörugjald og kostar skýrslugerðin fyrir þessar sendinga 2500,- Það er vörugjald á öllu sem heitir rafmagnsvörur.

Það kemur sem sagt í ljós að vörur með vörugjöldum. Fyrir þær þarf að útbúa tollskýrslu. Bara gleymdist að bjóða mér að gera það sjálfur. Sem er ókeypis. Svo elskulegur þjónustufulltrúi Íslandspóst kom til móts við mig, en sem þurfti að þola veruleg leiðindi frá mér í morgunn. Vona að ég hafi ekki skemmt fyrir henni daginn. En hún hljómaði eins og hún væri vön að taka við kvörtunum. En sem sagt. Einhvern veginn átti ég að vita að á þessum vöruflokki væri vörugjald. Sem gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Sjáum til hvað Tollur.is nefnir varðandi þetta. Þar er nefnilega kafli sem heitir Verslað á Netinu. Þar er til dæmis reiknivél - en það sem ég keypti er ekki í þeim flokkum sem hún býður upp á. En ekki orð um vörugjöld. Raunar tekst mér ekki að finna þess neinn stað að af þessari vöru hafi verið tekin vörugjöld, né hve há sú upphæð er, eða annað.

Svo nú tók ég næsta skref. Tölvupóstur á þingmenn í mínum flokki úr kjördæminu, Viðskiptaráðherra og formann viðskiptanefndar Alþingis. Sem var svo hljóðandi.

Ég leita á náðir ykkar til þess að vekja athygli ykkar á verulegum galla í meðferð á innflutningi smávöru. Eins og sjá má hér fyrir neðan, þá freistaðist ég til þess að festa kaup á litlum og ódýrum hlut á Ebay. Við afhendingu var ég hins vegar látinn greiða veruleg gjöld, sérstaklega þegar horft er til verðmæti vörunnar. Ekki stóð á mér að upplýsa um vöruna þegar eftir því var kallað af þar til gerðum yfirvöldum. En í ljós kom að á hana átti að setja vörugjald og þar með var gerð rándýr tollskýrla, raunar án þess að mér væri boðið að gera hana sjálfur. Eg fékk síðan mikla sammúð hjá neðangreindum starfsmanni Íslandspósts, sem kom verulega til móts við mig. En ég vil beina þeim tilmælum til ykkar að skoða hvort ekki sé rétt að endurskoða reglugerðir varðandi gjaldtöku á innfluttum vörum með svo lágt verðmæti. Það er augljóst að einstaklingar og fyrirtæki sitja hér alls ekki við sama borð. Raunar er algjörlega útilokað að það sé nokkur glóra í því fyrir einstaklinga að flytja inn smávöru ef ofan á hana bætist síðan kostnaður á borð við þennan. Í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem auðvelt er að festa kaup á vörum og þjónustu á Netinu, þá þykir mér furðulegt að málum sé komið fyrir með þessum hætti. Ég spyr að því hvort nokkur glóra sé í gjaldtöku sem þessari? Nú eru þið í aðstöðu til þess að gera eitthvað í málinu og því leita ég til ykkar. Getur ekki verið að viðmiðunarmörk varðandi verðmæti vöru mætti setja - t.d. þannig að vörur sem eru einfaldlega ódýrari en þau gjöld sem á þau ætti að setja, séu einfaldlega gjaldfrjáls? Innganga í Evrópusambandið myndi líka hafa mikið að segja...en ég veit að það er kannski heldur flóknara:-)


Svo ég er ekki hættur. Þessi gjaldtaka er bókstaflega slík að ég hætti ekki. Skemmtilegt að vera kominn með svona framhaldssögu úr daglega lífinu í gang.

Ummæli

honeychild sagði…
kvitta fyrir mig :) ...ekki kíkt hér alltof lengi. til hamingju með litla sæta frændan okkar :) ...var einmitt að kaupa krúttleg föt á gæjann í dag. ...og já svo gleðilega þjóðhátíð ;)

Vinsælar færslur