Af heimferð úr Þórsmörk

Ég lofaði frásögn af heimferðinni. En ég ætla að gera gott betur. Setja inn mynd af farartækinu. En byrjum fyrst á því að segja aðeins meira frá dvölinni í Þórsmörk. Málið var nefnilega að ég hafði hugsað mér að hreyfa mig svolítið um svæðið. En afleiðingar af göngunni voru þær að ég var ekkert sérlega fótlipur. Líka latur í sólskininu sem ríkti í Þórsmörk. Svo ég var bara spakur. Áttaði mig líka á því að ég hef heimsótt þennan stað reglulega undanfarin ár. Ætli það fari ekki að breytast í hefð að heimsækja þetta svæði einhvern tíma yfir sumarið. Sá til dæmis að það er leikur einn að komast þarna inn eftir. Láta flytja fyrir sig helstu nauðsynjar með áætlunarferð og vista bílinn bara á góðum stað meðan gengið er yfir Fimmvörðuháls. Aldrei að vita nema ég eigi eftir að fara þetta aftur í sumar. En aftur að heimferðinni.

Við höfðum verið svo heppinn að tryggja okkur akstur í Skóga þar sem bílinn hafði verið skilinn eftir. En ég átti ekki beint von á því að ökutækið sem við myndum aka með væri af þeirri gerð sem hér má sjá fyrir neðan. Held ég hafi sjaldan fengið jafn mikla athygli eins og þegar við keyrðum um svæðið. Fórum yfir hverja ófæru eins og ekkert væri. Raunar skilst mér að helsta hætta sem fylgi þessu sé stórgrýti. Það er sem sagt ákveðin hætta á því að keyra upp á grjót og komast ekki lengra. En þetta var skemmtilegasta ökuferð.

Ummæli

honeychild sagði…
..ég hefði grenjað í þessum yfir árnar...og systir þín enn meira!! ...það er enn í fersku minni þegar það þurfti að flytja okkur frænkur í stærri og traustari bíl vegna móðursýki þegar við vorum að farí brúðkaupið hjá hadda og ingibjörgu. :)
Syngibjörg sagði…
Jeminn hvað þetta er flottur fjallabíll. Gerir hvern göngugarpa stoltan.Og komstu ekki á leiðarenda á honum. Skoh....útlitið segir ekki allt.....

Vinsælar færslur