Sú fyrsta á þessu sumri
Þá er ég kominn af stað. Fyrstu göngu sumarsins lokið. Fór í kvöld með Útivist. Þeir eru með léttar göngur á miðvikudagskvöldum. Kostar ekki neitt. Nema bara að koma sér á staðinn. Þetta er lífið. Ég hef nefnilega alveg óskaplega gaman af því að rölta. Bara verið stundum í vandræðum með að finna fólk til að rölta með. Nú sé ég ekki fram á að það verði vandamál.
Málið er nefnilega að þó ég eigi nokkra afskaplega góða göngufélaga. Þá erum við ekki alltaf í stuði. Eða á mismunandi tímum. Svo ég hef stundum verið að vandræðast með þetta. En núna sé ég fram á að vita hvað ég er að gera á miðvikudagskvöldum í sumar. Svo er Ísland alltaf svo lítið. Strax sem ég rakst á einhverja sem ég þekki. Rakst þarna á gamla vinkonu sem ég átti ekki von á því að sjá í gönguhóp. Sömuleiðis einn úr gönguhópnum góða. Þetta eru líka mjög hæfilegar göngur.
Með hæfilegar þá á ég við að þetta ætti ekki að reynast neinum ofraun. Þetta eru léttar og skemmtilegar kvöldgöngur í nágrenni Reykjavíkur. Það eru nefnilega ótrúleg verðmæti í því að búa hérna ef maður hefur gaman af útivist. Hérna allt í kringum okkur eru nefnilega frábær svæði sem er gaman af því að heimsækja. Svo er þetta líka svo ferlega hressandi. Þetta var góð byrjun á nýju göngu sumri.
Ég var líka að ganga í nýjum skóm í fyrsta skipti. Skildi núna vel hvað er átt við, þegar talað er um að ganga skó til. Ég hef nefnilega verið ótrúlega heppinn við val á fyrra pari. Það þurfti lítið að ganga þá til og ég fann aldrei fyrir neinum eymslum eða sárindum. Þessir nýju eru ekki svoleiðis skór. Ekki að þeir séu ekki góðir. Bara rosalega stífir og þarfnast greinilega góðrar meðferðar. Svona til þess að ég eigi ekki eftir meiða mig í sumar á lengri ferðum. Finn það vel. En það verður klárað á næstu vikum.
Málið er nefnilega að þó ég eigi nokkra afskaplega góða göngufélaga. Þá erum við ekki alltaf í stuði. Eða á mismunandi tímum. Svo ég hef stundum verið að vandræðast með þetta. En núna sé ég fram á að vita hvað ég er að gera á miðvikudagskvöldum í sumar. Svo er Ísland alltaf svo lítið. Strax sem ég rakst á einhverja sem ég þekki. Rakst þarna á gamla vinkonu sem ég átti ekki von á því að sjá í gönguhóp. Sömuleiðis einn úr gönguhópnum góða. Þetta eru líka mjög hæfilegar göngur.
Með hæfilegar þá á ég við að þetta ætti ekki að reynast neinum ofraun. Þetta eru léttar og skemmtilegar kvöldgöngur í nágrenni Reykjavíkur. Það eru nefnilega ótrúleg verðmæti í því að búa hérna ef maður hefur gaman af útivist. Hérna allt í kringum okkur eru nefnilega frábær svæði sem er gaman af því að heimsækja. Svo er þetta líka svo ferlega hressandi. Þetta var góð byrjun á nýju göngu sumri.
Ég var líka að ganga í nýjum skóm í fyrsta skipti. Skildi núna vel hvað er átt við, þegar talað er um að ganga skó til. Ég hef nefnilega verið ótrúlega heppinn við val á fyrra pari. Það þurfti lítið að ganga þá til og ég fann aldrei fyrir neinum eymslum eða sárindum. Þessir nýju eru ekki svoleiðis skór. Ekki að þeir séu ekki góðir. Bara rosalega stífir og þarfnast greinilega góðrar meðferðar. Svona til þess að ég eigi ekki eftir meiða mig í sumar á lengri ferðum. Finn það vel. En það verður klárað á næstu vikum.
Ummæli
þyrfti að drífa mig í góða veðrinu.