Já þarna eru allir sáttir og einhuga
Ég lofaði að vera ekki yfirlýsingaglaður um aðra flokka en þann sem ég ætla að kjósa. En stundum er hálf fyndið að fylgjast með öðrum. Í morgunn tók stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins sig til. Keypti af sér mynd í öllum dagblöðum landsins og skoraði á fólk að stroka einn frambjóðanda út af listanum. Vegna þess að það hefur í gegnum tíðina verið mikil umræða um að það sér klofningur og illdeilur í Samfylkingunni. Þá man ég ekki eftir að hafa séð viðlíka hræringar í gangi þar. Í það minnsta hef ég aldrei séð ákveðin hóp fólks beinlínis auglýsa útstrikanir. Ég ætla að líta svo á að þetta sé skýrt merki um það að Sjálfstæðisflokkurinn sé raunar þverklofinn.
Því hefur nefnilega verið haldið fram að það sé merki um að hver höndin sé upp á móti annarri innan Samfylkingarinnar ef þar hafa farið fram opnar umræður. Flokksfólki gefin kostur á því að taka ákvarðanir án þess að fara eftir fyrirmælum. Þannig fór það í taugarnar á mörgum að við ákváðum í atkvæðagreiðslu að vera fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Þannig hafði Samfylkingin í mínum heimabæ þor til þess að leggja það í hendur íbúnum hvort þeir vildu tvöfalda álverið. Á sama tíma er ekki séns að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama í Reykjanesbæ. Af þessu er ég stoltur. Tel það bera þess glöggt merki að fólk notar ekki orð eins og lýðræði bara til þess að skreyta texta í ræðum.
Sama gildir um ákveðin kjarnagildi. Það er óumdeilanlegt. Að Reykjavíkurlistinn studdi við bakið á félagslegri þjónustu í Reykjavík. Svo mjög er stuðningur okkar við þessi mál mikil. Að þegar spurt er. Þá telja flestir að í þau þurfi að eyða meira. Eða kannski ætti ég að segja af meiri skynsemi. Því manngildi jafnaðarmanna þýðir að við viljum sjá bætt mannlíf. Með ódýrari ávöxtum og grænmeti. Það er nefnilega engin glóra í því hvað það er dýrt að lifa heilsusamlegu líferni á Íslandi. Í Evrópu. Myndi það vera tekjubót að gerast grænmetisæta. Ekki hér. Ekki nema ég setji sykur í grænmetishópinn. Þetta hefur orsakað að við borðum vitlaust. Hreyfum okkur of lítið. Fáum vonda grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu (ég fékk heimilislækni eftir margra ára bið í ár) og skiljum svo ekkert í því af hverju heilbrigðiskerfið okkar er svona dýrt, en samt langir biðlistar. Kannski það myndi skila einhverju ef innflutningur á landbúnaðarafurðum frá Evrópu yrði frjáls og óhindraður (nema kannski af heilbrigðisástæðum) og við myndum stuðla að einföldun og aukinni þjónustu í grunnheilbrigðiskerfinu. Eða hvað heldur þú?
Því hefur nefnilega verið haldið fram að það sé merki um að hver höndin sé upp á móti annarri innan Samfylkingarinnar ef þar hafa farið fram opnar umræður. Flokksfólki gefin kostur á því að taka ákvarðanir án þess að fara eftir fyrirmælum. Þannig fór það í taugarnar á mörgum að við ákváðum í atkvæðagreiðslu að vera fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Þannig hafði Samfylkingin í mínum heimabæ þor til þess að leggja það í hendur íbúnum hvort þeir vildu tvöfalda álverið. Á sama tíma er ekki séns að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama í Reykjanesbæ. Af þessu er ég stoltur. Tel það bera þess glöggt merki að fólk notar ekki orð eins og lýðræði bara til þess að skreyta texta í ræðum.
Sama gildir um ákveðin kjarnagildi. Það er óumdeilanlegt. Að Reykjavíkurlistinn studdi við bakið á félagslegri þjónustu í Reykjavík. Svo mjög er stuðningur okkar við þessi mál mikil. Að þegar spurt er. Þá telja flestir að í þau þurfi að eyða meira. Eða kannski ætti ég að segja af meiri skynsemi. Því manngildi jafnaðarmanna þýðir að við viljum sjá bætt mannlíf. Með ódýrari ávöxtum og grænmeti. Það er nefnilega engin glóra í því hvað það er dýrt að lifa heilsusamlegu líferni á Íslandi. Í Evrópu. Myndi það vera tekjubót að gerast grænmetisæta. Ekki hér. Ekki nema ég setji sykur í grænmetishópinn. Þetta hefur orsakað að við borðum vitlaust. Hreyfum okkur of lítið. Fáum vonda grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu (ég fékk heimilislækni eftir margra ára bið í ár) og skiljum svo ekkert í því af hverju heilbrigðiskerfið okkar er svona dýrt, en samt langir biðlistar. Kannski það myndi skila einhverju ef innflutningur á landbúnaðarafurðum frá Evrópu yrði frjáls og óhindraður (nema kannski af heilbrigðisástæðum) og við myndum stuðla að einföldun og aukinni þjónustu í grunnheilbrigðiskerfinu. Eða hvað heldur þú?
Ummæli