Ég er kátur með nýju stjórnina

Ég er kátur. Þrátt fyrir kulda. Fannst það hreint út sagt ótrúlegt að sjá Esjuna hvíta niður að sjávarmáli í morgunn. Ég er hins ákveðinn í því að trúa því að sumarið verði frábært. Það er bara ekki alveg byrjað. Svo er ég líka kátur með nýju stjórnina. Það á reyndar bara að stofna nýja nefnd um Evrópumálin. Sem mun líklega skila frá sér einhverju 2011. En gott og vel. Það er í það minnsta komin af stað vinna þar sem verið er að skoða þessi mál af fullri alvöru. Ég tel að þetta verði góð og sterk stjórn. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar eru þannig að það stefnir í breytingar. Nýir vindar fari að blása hjá okkur.

Búið er að koma sjávarútveg og landbúnaði fyrir í einu ráðuneyti. Það finnst mér jákvætt. Ég er líka ánægður að sjá Sjálfstæðisflokkinn takast á við heilbrigðiskerfið. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig þeim gengur að halda í fylgið komnir með það ráðuneyti. En engin ástæða til að örvænta. Ég horfi þar til reynslu þess að hafa menntamálin í höndunum á góðu Sjálfstæðisfólki. Það hefur gefið sig vel. Heilbrigðismálin hafa verið mjög umdeild og erfið mál. Það er því tími til þess að Sjálfstæðisflokkurinn takist á við verkefni á þessu sviði. Ég hef oft bent á það rugl sem felst í núverandi kerfi. Dýr uppbygging (í 101 þess utan) á rándýrum hátæknisjúkarhúsum á kostnað grunnheilbrigðisþjónustu er rugl. Auðvitað á að bæta aðgengi að valkostum á borð við heimilislækna, endurhæfingu og heimahjúkrun. Bætum því síðan við að heilsugæslu og lýðheilsa verði samofin. Þá er komin alvöru grundvöllur fyrir neyslustýringu sem byggist upp á því að koma ódýru grænmeti og ávöxtum í hendur neytenda. Við eigum nefnilega svakalega gott hráefni hérna í fiski, hreinu vatni og svipuðum hlutum. En ég er ánægður með þetta stjórnamynstur. Óska mínu fólki til hamingju með árangurinn. Það verður gaman að fylgjast með þessari stjórn.

Ummæli

Vinsælar færslur