Nú tel ég niður dagana

Nú eru þetta ekki nema nokkrir dagar. Tvöfaldar kosningar á laugardaginn. Verður spennandi að fylgjast með því hvort okkar maður kemst í úrslit. Sumir segja að Eurovisionkvöldið sé á fimmtudaginn. En ég segi að það sé rugl. Auðvitað er stuðið á laugardagskvöldið. Verð á hefðbundnum slóðum í 101. En hitt er meira spennandi. Hvernig alþingiskosningar munu koma út.

Sumum finnst mikilvægt að vera yfirlýsingaglaðir. Allir andstæðingarnir eru vitleysingar. Óalandi og óferjandi. Þetta finnst mér rugl. Leiðist meira að segja áróður flokka sem reyna að fæla fólk frá því að kjósa aðra. Finnst ennþá athyglisverðara að annar núverandi stjórnarflokka hefur líst því yfir. Að ef hann fái ekki meira fylgi. Þá setjist hann ekki í stjórn aftur að loknum kosningum. Trúir þessu einhver? Það eru ekki nema nokkrir dagar frá því að sama fólk sagðist ekki sjá annað stjórnarmynstur en núverandi, svo framarlega sem stjórnin haldi velli.

Mér hefur fundist athyglisvert að fylgjast með því hversu vel er að ganga hjá mínum flokki. Kjósendur virðast nefnilega átta sig á því að núverandi kerfi. Hversu vitlaust sem það er að öðru leiti. Þýðir nefnilega að flokkur sem ekki nær ákveðnu lágmarki í fylgi. Kjósendur hans köstuðu atkvæði sínu á glæ. Verður líklegast til framdráttar fyrir núverandi stjórn. Það er líka athyglisvert að fjórflokkurinn er enn og aftur að festa sig í sessi. Heldur finnst mér líka raunalegt að fylgjast með tilburðum VG til að kenna sig við Norræna velferðarríkið. Það er klárt afkvæmi Norrænu jafnaðarmannaflokkana og alveg klárt að sá íslenski flokkur sem getur gert tilkalla til þeirrar stefnu er Samfylkingin.

En um hvað er kosið í næstu kosningum? Eins og ég sé þetta þá er valkosturinn bara einn. En það er vegna þess að ég trúi því einfaldlega að framtíð okkar sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hversu mikil stuðningur er í aðild Eista að Evrópusambandinu nú þegar þeir standa í deilu við Rússa? Ekki þarf lengur að velta fyrir sér áhrifum Evrópusambandsaðildar á samband okkar við Bandaríkin. Þau yrðu engin og hugsanlega jákvæð ef eitthvað er. Fátt tel ég betri kjarabót fyrir allan almenning í landinu en þessi aðild og ítrekað staðfest að við höfum alla möguleika á því að halda stjórn á fiskimiðum okkar. Auk þess sem við hefðum áhrif á undantekningar frá kjánalegum reglugerðum sem við verðum nú að innleiða áhrifalaust frá Evrópu. Að lokum eru allir sammála um að ef Noregur fer inn, þá erum við ekki tilbúin til þess að taka á okkur EES samninginn, enda myndi full aðild kosta okkur brot af því sem rekstur samningsins myndi kosta okkur ef Noregur yfirgefur EES og fær fulla aðild að Evrópusambandinu. Sem mun gerast. Bara spurning hvort við viljum vera á undan eða eftir Noregi að sækja um. En þetta er ekki stór mál í þessum kosningum. Hins vegar gæti stjórnarmynstur eftir kosningar ráðið miklu.

Ummæli

Vinsælar færslur