Vorkenni sjálfum mér

Ég er búinn að vera lasinn undanfarna daga. Veit ekki alveg hvað að mér gengur. Fékk einfaldlega kvef og hélt mér ekki lengur gangandi. Þetta þykir mér óþægilegt. Það er leiðinlegt að vera veikur. Ég verð hálf ósjálfbjarga. Þetta er heldur ekki heppilegur árstími fyrir mig til að veikjast. Ég hef ekki gott af því að liggja og vorkenna sjálfum mér. Svo þetta hittir ekki vel á. Enda hafði hugmyndin hjá mér verið sú að leggja á Esjuna um helgina. Ekki að liggja og hósta. Finnst þetta svindl. Helgin búin að vera frekar döpur. Komst ekkert í jóga í síðustu viku. Hósta bara og líður illa. Vona samt að ég eigi eftir að komast á fætur fljótlega.

En svo sá ég konuna sem missti dóttir sína í Portúgal. Mikið var það eitthvað sorglegt. Hafandi sjálfur verið á þessum slóðum. Sem virkaði notalegur. Fjölskylduvænn. Kannski ekki alveg nákvæmlega þar sem þetta fólk hafði verið. En mikið fannst mér hræðilegt að horfa á konuna í sjónvarpsfréttunum. Það er sjaldan sem maður sér svona skýrt hvað fólki líður ofboðslega illa. Vona að þau fái barnið sitt aftur. Ég verði frískur.

Ummæli

Vinsælar færslur