Yogaworkshop um helgina

Þessi helgi hefur boðið upp á fallegt veður. En ég hef samt ekki verið mikið úti á rölti. Þar hefur mestu ráðið að um helgina hef ég verið í Yoga workshop hjá Yogashala. Sem var bara skemmtilegt, en um leið erfitt. Það er nefnilega ekkert auðvelt við þetta yoga sem ég hef verið að stunda af krafti undanfarna mánuði. Ashtanga er nefnilega erfiðasta yoga sem þú kemst í. Raunar skilst mér að það hafi upphaflega verið gert fyrir ungt fólk. Ekki að ég telji mig neitt sérstaklega ungan, en mér finnst þetta bæði skemmtilegt og krefjandi.

Ég lærði eitt og annað um helgina. Meðal annars það að til þess að ná alvöru tökum á þessu. Sé nauðsynlegt að halda sér við efnið. Ekki endilega þó þannig að ég þurfi að gera allar æfingar í hvert skipti. Heldur hitt að ég eigi að gera eitthvað á næstum hverjum degi. Það er nýja planið. Fyrir ykkur sem eruð forvitinn að sjá út á hvað þetta gengur, þá fann ég frábæra vefsíðu með upplýsingum um Ashtanga yoga með myndum af því sem ég er að reyna að gera. Reyna því en er ég rétt að byrja. Í þessu eru sem sagt 5 svokallaðar seríur og ég er auðvitað á þeirri fyrstu. En ég á langt í land með að hafa klárað það allt. Er ennþá alltof stirður til þess. En í hvert skipti næ ég að gera aðeins meira. En kíkið á þetta.

Ummæli

Syngibjörg sagði…
*áts*

skil vel að þú sért ekki kominn alveg svona langt í liðugheitunum - alltaf gott að hafa markmið:O)
gangi þér vel.
Valtyr sagði…
Hefur maður gott af því að setja báðar fætur bakvið haus? hmm annars er það ekkert mál sko

Vinsælar færslur