Kraftur í manni

Suma daga hef ég einfaldlega meiri orku en aðra. Dagurinn í dag var þannig dagur. Það er allt á fullu í vinnunni. En álagið er ekkert að hitta mig illa fyrir. Nema hvað ég svitna meira en ég hef nokkru sinni gert í yoga. Held að þetta tvennt vinni saman. Ég hef nefnilega tekið eftir því. Að þegar ég er undir meira álagi og ekki alveg að farast úr hollustu í því sem ég fæ mér að borða. Þá kemur það niður á yoga æfingunum mínum. Þær verða erfiðari. Ég get ekki eins mikið og aðra daga. Stressið virðist síðan koma fram í líkamshitanum. Ég er eiginlega viss um að stressið auki brennslu. Eða svona sendi þannig efni út í líkamann. Sem safnast upp í vöðvunum og húðinni.

Svo þegar maður byrjar að taka á því í yoga. Hitar sig upp í öndun. Þá hreinlega fossar þetta út úr manni. Þetta var eiginlega alveg rosalegt á þriðjudaginn. Þá var ég næstum því hreinlega farinn að renna. Var ótrúlega blautur. Í dag var ég hins vegar ótrúleg hetja. Hafði nefnilega ákveðið í samráði við vinnufélaga að boða til Esjugöngu í kvöld. En vildi samt ekki missa úr yoga. Svo af því að ég er farinn að geta svolítið í þessu. Þá get ég núna aðeins valið um tíma. Svo ég fór í auðveldari tíma í kvöld. Strax eftir vinnu. Rauk svo úr yoga og beint á Esjuna.

Það fór svolítið eins og okkur grunaði. Mistur og svona frekar grátt veður. Gerði það að verkum að við vorum þeir einu sem létu sjá sig. Sem var bara missir þeirra sem ekki komu. Því þó það blési svolítið. Þá var þetta flott ganga. Vorum rétt um 100 mínútur að taka hringinn upp að Steini og svo niður. Reyndar þurfti ég að háma í mig kolvetni og taka nokkrar pásur. Orkan hafði svolítið farið í yogatímann. En ég var ánægður með sjálfan mig þegar ég komst loks á leiðarenda. Ég get þetta alveg. En fyrstu Esjugöngu ársins 2007 er sem sagt lokið. Það tókst fyrir júní byrjun. En tæpara mátti það ekki vera.

Ummæli

Elísabet sagði…
sko þig! hetjuskapur er þetta...mig langaði með en maður kann nú ekki við að afþakka matarboð á síðustu stundu.
Simmi sagði…
Já ég hefði líka alveg verið til í að heyra ferðasögur...en bara næst:-)

Vinsælar færslur