Öll atkvæðin hafa ekki sama vægi
Það eru kosningar í dag. Ég er búinn að fara og nýta mér réttindi mín til að hafa áhrif. Sem ég tel algjört grundvallaratriði. Það virkar nefnilega þannig að ef ég er óhress með úrslitin. En hef ekki kosið. Þá get ég ekki kvartað. En ég var annars minntur á það í dag. Að það er ekkert svo óskaplega langt síðan við fengum yfirhöfuð að kjósa okkur stjórn. Raunar ennþá styttra ef þú ert kona. Mér finnst það skrítið. Furðulegt til þess að hugsa. Að það er kannski ekki nema kynslóð á undan mér. Sem fannst sjálfsagt að konur væru áhrifalausar, væru heima, gerðu ekkert annað en sjá um heimili og börn. Ef þá það.
Svona er þetta svo sem á fleiri stöðum. Raunar erum við hér óskaplega heppin að vera svona fá. Það þýðir nefnilega að það er stutt í kjörna fulltrúa okkar. Ekki langt að sækja. Ef við værum stærri. Segjum til dæmis 300 milljónir. Þá væru um það bil 4,7 milljón atkvæði á bak við hvern þingmann. En ekki 4.700. Raunar finnst mér það furðulegt. Að núna fór ég að kjósa. En atkvæðið mitt gildir ekki jafn mikið og allra hina. Mér finnst þetta svo hróplegt óréttlæti. Enn samt væri það verra ef ég byggi í Reykjavík. En hvernig stendur á því að við erum bara sátt við þetta? Ég hef dregið þá ályktun af þögninni í kringum þetta. Að við trúum í raun ekkert sérstaklega á fulltrúa lýðræði. Eða lýðræði yfir höfuð. En kannski er það ekki alveg málið.
Kannski finnst okkur einfaldlega allt í lagi að sumir fái að kjósa oftar. Þetta sé einskonar byggðastefna. Að landsbyggðin eigi einfaldlega skilið að fá meira vægi. En mér finnst þetta réttlætismál. Vonandi verður þessu breytt. Held að best færi á því að lengja listana í framboði og bjóða fram á landsvísu. Vona svo að þið hafið kosið og séuð ánægð með úrslitin.
Svona er þetta svo sem á fleiri stöðum. Raunar erum við hér óskaplega heppin að vera svona fá. Það þýðir nefnilega að það er stutt í kjörna fulltrúa okkar. Ekki langt að sækja. Ef við værum stærri. Segjum til dæmis 300 milljónir. Þá væru um það bil 4,7 milljón atkvæði á bak við hvern þingmann. En ekki 4.700. Raunar finnst mér það furðulegt. Að núna fór ég að kjósa. En atkvæðið mitt gildir ekki jafn mikið og allra hina. Mér finnst þetta svo hróplegt óréttlæti. Enn samt væri það verra ef ég byggi í Reykjavík. En hvernig stendur á því að við erum bara sátt við þetta? Ég hef dregið þá ályktun af þögninni í kringum þetta. Að við trúum í raun ekkert sérstaklega á fulltrúa lýðræði. Eða lýðræði yfir höfuð. En kannski er það ekki alveg málið.
Kannski finnst okkur einfaldlega allt í lagi að sumir fái að kjósa oftar. Þetta sé einskonar byggðastefna. Að landsbyggðin eigi einfaldlega skilið að fá meira vægi. En mér finnst þetta réttlætismál. Vonandi verður þessu breytt. Held að best færi á því að lengja listana í framboði og bjóða fram á landsvísu. Vona svo að þið hafið kosið og séuð ánægð með úrslitin.
Ummæli