Fræga fólkið í útlöndum


Var að reka augun í að vinkona mín er á forsíðu fylgiblaðs Evening Standard í London. Hún er ferlega dugleg og rekur verslun sem heitir Beyond The Valley í Soho. Samstarfskona hennar er með henni á forsíðunni. Þær voru að koma sér á framfæri í Mílanó þar sem þær voru í góðum hópi annara Breta. Varð bara að segja ykkur frá þessu. Endilega kíkja við í búðinni þeirra þegar þið eigið næst leið um London.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
en gaman! kíkti á síðuna,mikið fallegt,til hamingju K.
kíkji við næst þegar ég er í london

Vinsælar færslur