Stundum skortir mann orð. Það hefur gerst undanfarna daga. Ég veit að ég hef á stundum verið gagnrýninn á íslenska fjölmiðla. En í dag langar mig til þess að hrósa fjölmiðlunum. Það eru nokkur mál sem fá mig til þess. Í fyrsta lagið að hafa svipt hulunni af því sem var í gangi í Birginu. Burt séð frá öllu sem um það mál er að segja. Er ljóst að þar voru fjármunir okkar misnotaðir. Slíkt á ekki að geta gerst. Það veldur vonbrigðum, en kemur ekki endilega á óvart. Sú misnotkun sem þar átti sér stað á fólki er öllu verri. En þar var þó um að ræða fullorðið fólk.

Sú skýrsla sem síðan hefur verið birt um misnotkun á heyrnarlausum börnum er mun óhugnanlegri. Eitt er nefnilega í mínum huga þegar fullorðið fólk gerir mistök. Í máli Birgisins virðist vera um slíkt að ræða. Ekki að ég fullyrði neitt um slíkt, en kærur benda til þess að eitthvað undarlegt hafi verið þarna í gangi og að eftirlit hafi verið í molum. Þarna stóðu fjölmiðlar sig vel að mínu mati. Kannski farið fram með hörku. En kannski líka ástæða til.

Það eru hins vegar þau mál sem tengjast börnum sem ég hef mesta ástæðu til þess að þakka fjölmiðlum fyrir. Umfjöllun um misnotkun á heyrnarlausum börnum. Afstaða Morgunblaðsins til nýlegs dóms í hæstarétti. Nú síðast Breiðavíkurmálið. Það síðast nefnda eitthvað það óhugnanlegasta sem ég hef séð. Það er raunar með ólíkindum að þetta mál skuli hafa legið í þögn allan þennan tíma. Það sem komið hefur fram í Kastljósi er með þvílíkum ólíkindum að manni verður orða vant. En umfjöllunin er vönduð. Greinilegt að þarna er um að ræða mál þar sem kerfið hefur gjörsamlega brugðist skjólstæðingum sínum.

Sú meðferð sem börnin urðu fyrir á þessum stað. Er slík að helst koma manni í hug pyntingarbúðir. Það að þetta skuli hafa gerst á seinni hluta 20 aldarinnar. Vekur mér gríðarlegan óhug. Getur verið að fleiri dæmi séu um slíkt? Hvað erum við að gera í dag til þess að tryggja að svona gerist aldrei aftur?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
það hvernig eldri strákarnir misþyrmdu þeim yngri minnir mig á bókina "Lord of the flies", það er ótrúlegt að ekkert eftirlit hafi verið haft með einu eða neinu. enda voru þarna starfsmenn líka sem misnotuðu og misþyrmdu drengjunum.

ömurlegt mál.

Vinsælar færslur