Ævintýrum mínum með undrum upplýsingatækninnar ætlar seint að ljúka. Þrátt fyrir að notkun mín á þessum tækjum aukist ár frá ári. Þá verð ég að horfast í augu við. Að ég hef einstaka hæfileika til þess að klúðra hlutnum. Núna síðast var ég að verða búinn að klára allt geymsluplássið mitt. Ekkert stór mál. Bara spurning um að bæta við nýjum hörðum diski. Auka við plássið. Hef verið að bíða með þetta. En svo sá ég tilboð frá raftækjaverslun sem ég stóðst ekki. Fór og fjárfesti.
Ég vissi að það var nóg pláss. Í kassanum sem inniheldur allt gumsið. Lærði það fyrir löngu síðan. Að þetta er ekkert til að vera hræddur við. Bara opna. Setja í og loka aftur. Ef þetta væri nú bara svona einfalt. Ég gerði þetta. Ekkert gerðist. Nákvæmlega ekki neitt. Sérstaklega ekki eftir að ég reyndi að setja aftur í gang. Þá fékk ég svona smá augnablik af bláum skjá og svo slökktvi vélin á sér aftur. Svo ég tók diskinn aftur út. Las leiðbeiningar. Reyndi aftur. Ekkert virkaði. En með hjálp Google þá tókst mér að finna nægilega góðar leiðbeiningar. Líka með hjálp flakkara.
Nú tók við diskaflutningur. Breytingar í uppsetningum. Afritannir. Þetta síðasta átti eftir að verða mér að falli. Með einhverjum hætti. Þá tókst mér nefnilega að klúðra þessu. Hefði betur gert það sem stóð í öllum leiðbeiningunum. Nefnilega tekið afrit áður en ég byrjaði. Sem er eitthvað sem ég geri með allt á vinnuvélinni. En verið kærulausari gagnvart heimavélinni. Það er liðin tíð. Var samt óskaplega fegin að ég hef sett myndasafnið mitt á Yahoo. Þar eru í það minnsta afrit af stafrænu myndunum mínum. Sem reyndar björguðust allar í þessum flutningum.
En af þessum sökum. Ákvað ég að hreinsa bara til heimavélina. Helgin fór í það. Þetta tekur alveg óhemju tíma. Fyrst var að bjarga því sem hægt var að bjarga. Ég glataði vonandi engu sem máli skiptir. Svo var að hreinsa harða diskinn. Setja stýrikerfið upp aftur. Tengjast aftur út á Netið. Halda áfram að uppfæra. Ekki allt sem virkaði strax í byrjun. Þurfti að ná í auka hugbúnað. Uppfæra stýrikerfið með fjölmörgum uppfærslum sem hafa komið frá því grunnútgáfan kom út. Ná í nýjar útgáfur af hugbúnaðinum sem hafði verið til staðar. Byrja að flytja gögnin sem ég hafði bjargað.
Það sem ég komst að í öllu þessu stússi. Er að þetta er ekkert endilega mjög flókið. Bara fara alveg eftir leiðbeiningunum og vera ekki óþolinnmóður. Ef eitthvað byrjar að klikka, hafa þá aðra tölvu sem er nettengd. Þá er hægt að fara á Google og leita sér upplýsinga. Það bjargaði mér alveg. Svo langar mig til þess að hrósa starfsfólki í þjónustuveri Vodafone. Hringdi í 1414 og fékk frábæra þjónustu. Fullt af upplýsingum á vefnum líka og nú er ég meira að segja farinn að geta stillt beinirinn minn sjálfur. Ef þú ert ekki viss þá er beinir íslenska orðið fyrir router sem er tækið sem flest okkar nota til að tengjast Netinu og heldur jafnvel þráðlausu tengingunni lifandi líka.
Ummæli