Þessi helgi var kennd við Fæðu og Fjör. Sem ég var svo heppinn að fá að njóta að hluta með heimsókn í Perluna. Fékk góðan mat, gott vín, var í frábærum félagsskap og þurfti ekki einu sinni að borga fyrir góðgætið. Hvernig er hægt að hugsa sér eitthvað betra. Á móti kom að laugardagurinn var eiginlega hálf dapur. Ég veit ekki alveg hvað það er. En geta mín til víndrykkju var greinilega ekki mikil. Slíkur var höfuðverkurinn sem bauð mig velkominn á fætur á laugardaginn.
Ég hef í gegnum tíðina lært nokkrar aðferðir til þess að berjast gegn þessum afleiðingum. Ein leið er að drekka nóg af sódavatni með víninu. Það hjálpar. Auk þess sem góður matur og vítamín hafa hjálpað til. En miðað við heilsuna á laugardaginn, þá þarf ég að finna enn fleiri aðferðir. Svo áætlun mín um gönguferðir á laugardaginn fóru algjörlega út um þúfur. En það var ekki alveg það eina. Því ég lét það vera að kíkja út á laugardagskvöldið. Það þrátt fyrir áskorun um annað. Líður vel með þá ákvörðun í dag.
Í dag átti ég von á því að komast í vöffluveislu, en í staðinn þá fékk ég óvænt boð í pönnukökur. Alls ekki slæm skipti það. Raunar þarf ég að fara prufukeyra pönnuna sem ég fékk í jólagjöf. En það gerist ekki í dag. Það sem ég er hins vegar farinn að hugsa ákaft um. Vegna áskorana. Er sumarfríið mitt. Eins og venjulega langar mig að gera allt. Hugmyndir sem eru í boði eru: Hornstrandaferð, Brasilíuferð, veiðiferð, Nova Scotia, heimsókn til Norðurlandana og svo vantar mig hugmyndir að gönguferðum. Þarf endilega að fara ganga til nýju gönguskóna mína. Athuga hvort göngufélagarnir frá síðasta sumri séu ekki allir byrjaðir að dusta rykið af sínum.
Ummæli