Það kom að því. Ég hafði svo mikið að gera að þrátt fyrir fjölmörg spennandi umræðuefni. Þá gafst mér ekki tími til þess að skrifa. Sem er ferlega óþægilegt. Það svona safnast upp þörf til þess að tjá mig. En ég var svo sem búinn að láta ykkur vita. Þessir dagar eru þannig að mig skortir verulega tíma. Það er þessi skelfilegi skortur minn á skipulagshæfileikum sem er valda þessu. Ég er sem sagt á kafi í verkefnum.

Til allrar hamingju þá eru þetta skemmtileg verkefni. Ég er að prófa nýja hluti. Rifja upp líka. Eiga sögustundir sem fólki sem starfar við svipuð verkefni og ég. Það er virkilega skemmtilegt að hitta það fólk. Ég hef haft það fyrir reglu að vera ekkert að ræða mikið um starf mitt. Finnst þetta ekki vera vettvangur til þess. Margt að varast líka. Mikið af mínu starfi er þannig að þar er ég að umgangast upplýsingar sem áhvílir trúnaður. Til þess að varast trúnaðarbrot, þá einfaldlega ræða ég lítið um vinnustaðinn.

Hins vegar er ég með nokkur starfsheiti. Eitt af þeim tengist fræðslu og kennslu. Núna í kvöld var ég einmitt við slík störf. Finnst það virkilega skemmtilegt og gefandi. Raunar var þetta þannig hópur að þarna var saman komið fólk sem ég efast ekkert um að gæti sinnt mínu aðalstarfi. Ég á eftir að hitta þennan hóp aftur. Undirbúningur fyrir kvöldið í kvöld, ásamt því að það er feikilega mikið að gera á aðalvinnustað mínum. Hefur gert það að verkum að hér hefur verið rólegt.

Annars hefði ég verið búinn að segja ykkur frá því þegar ég fór í Apple búðina. Mig vantaði lítinn aukahlut. Eitthvað sem er sett upp í hillu og maður bara gengur að. Hafði hringt og spurt. Hluturinn var til. Ég fann hann vandræðalaust. En gerði síðan þá uppgötvun. Að hjá Apple á Íslandi vantaði hraðafgreiðslu. Það voru 2 við afgreiðslu. Líklega 7 aðrir í búðinni. Sumir þeirra greinilega að kaupa flókinn og dýrann tölvubúnað. Ef ég væri í þeim erindum. Þá myndi ég vilja hafa góðan tíma með sölumanni. En þegar ég er bara að kaupa einfalda og litla hluti. Þá vil ég. Eins og flestir karlmenn. Geta gripið hlutinn, borgað og gengið út. En þarna var það ekki þannig. Raunar þurfti ég að grípa til furðulegra ráða til þess að fá 30 sekúndur frá afgreiðslumanni til að geta gengið frá þessum kaupum mínum. Það freistar mín lítið að fara aftur í heimsókn til Apple á Íslandi. Svo ætli ég muni ekki bara kaupa flest annað í gegnum Amazon.com. Það er einfaldara og tekur styttri tíma. Sérstaklega þegar ég hef ekkert of mikið af tíma.

Ummæli

Vinsælar færslur