Þetta eru yndislegir dagar. Minn árstími er að ganga í garð. Núna þegar sólin er farin að skína á morgnana. Ég fer í vinnu í björtu. Það er orðið of heit í vinnunni. Gluggaveður. Það lifnar yfir mér þegar svartasta skammdeginu er lokið. Þannig að þó það sé allt of mikið á dagskrá. Raunar svo mikið að ég hef orðið að hætta við sumt. Þá segir þetta mér að það styttist í að það byrji að hitna aftur. Ekki endilega hér á Íslandi. En í útlöndum. Þar styttist í að vori.
Reyndar er ég fljótlega á leiðinni aftur til Berlínar. Þar sem síðast var ótrúlega kalt. Snjókoma. Bölvað leiðindaveður. Ég hef meira að segja fengið þá upphefð að koma þarna fram fyrir hönd vinnuveitanda. Á alþjóðlegu málþingi. Svo ég noti þetta skemmtilega íslenska uppskrúfaða orðalag. En raunar er ég búinn að starfa svo lengi við þetta. Að mér finnast þetta frekar vera sameiginlegar stundir okkar sem höfum þraukað í gegnum alla erfiðleikana. Því mér finnst það ótrúlegt. En það tók næstum því heilan áratug að koma hlutunum í það horf sem ég taldi æskilegt. Samt var þetta allt svo borðliggjandi.
Þetta hefur síðan haft þau áhrif. Að ég er ekkert sérlega auðtrúa gagnvart því að það sé hægt að leysa flókin vandamál. Hratt og auðveldlega. Ef það hljómar og gott til að vera satt. Þá er bara verið að ljúga að manni. Tók einmitt eftir því að það var verið að fjalla um nýja símann frá Apple. Sumum finnst hann dýr. En á það var bent. Að hann er þrælhannaður. Búið að leggja mikla vinnu í að gera hann allan þannig úr garði. Að sem auðveldast og þægilegast sé að nota hann. Það hefur sýnt sig að við erum tilbúin til að borga fyrir góð notendaskil og góða hönnun. Þarf ekki annað en að nefna Bang og Olufsen
Ummæli