Ef það hefur farið framhjá þér. Þá eru kosningar í vor á Íslandi. Þetta er skemmtilegur tími fyrir mig. Hef haft áhuga stjórnmálum í ótrúlega langan tíma. Finnst afskaplega áhugavert að spá í þessu. Af einlægum áhuga. Hef meira að segja fullt af skoðunum sjálfur. En ekki endilega áhuga á beinum afskiptum. Eða ekki þannig að ég sækist eftir því að komast í stjórnir. Kannski skortir mig vilja. Þrá eftir völdum. Eitthvað á þeim nótum. Hins vegar finnast mér stjórnmál áhugaverð vegna þess að þau snúast um hver fær hvað og hvenær það gerist.

Þegar líður að kosningum. Þá er mikið um að vera. Þeir sem sitja að áhrifunum vilja eðlilega halda þeim. Við hin sem erum ekki þar. Viljum reyna að hafa einhver áhrif. Svo umræðan fer að snúast um hvað muni gerast. Oftast byggð á því hvað hefur gerst. Raunar fannst mér áhugavert að lesa að þingmaður taldi þjóðaratkvæðagreiðslur óheppilegar. Þær væru slæmar fyrir lýðræðið. Rökin voru á þá leið. Að með þessu kæmust þingmenn og ráðherrar frá því að taka erfiðar ákvarðanir. Við kjósendur vildum nefnilega skýrar línur.

Eitthvað fannst mér bogið við þessi rök. Því hér á landi. Hef ég ekki tekið eftir því að núverandi kerfi sé að tryggja okkur eitthvað af þessu. Hef ekkert tekið eftir því að óþægilegar ákvarðanir eða kolrangar séu yfirleit á ábyrgð nokkurs manns. Skýrslum er stungið undir stóla. En engin virðist hafa tekið þá ákvörðun. En það er svo sem ekkert nýtt. Svo kannski væri bara fínt að fá að hafa einhver áhrif. Þó það væri ekki nema í gegnum eina og eina þjóðaratkvæðagreiðslu. Við gætum þá bara sjálfum okkur um kennt að hafa tekið slæma ákvörðun.

Annað sem ég tek eftir. Er að í baráttu þeirra sem sitja að völdum. Þá er mikil vilji til þess að telja okkur trú um. Að við lifum á hinum bestu tímum. Hinir sem vilja komast að. Benda á hin ýmsu mein. Væntanlega til þess að við ályktum sem svo að þeim hefði tekist betur til. Oft og iðulega er þá vitnað til sérfræðinga. Svona til að flækja umræðuna aðeins. Þess vegna fannst mér athyglisvert að lesa lítinn greinarstúf í Time. Þar sem verið var að fjalla um þá undarlegu staðreynd. Að flestir íbúar á Evrusvæðinu telja að þeir hafi búið verðbólgu og hækkandi vöruverð. En þess sér ekki stað í hagskýrslum. Í ljós kemur að þær vörur sem helst hafa hækkað. Eru þær sem við kaupum oftast. Matvörur og þetta sem við erum að kaupa inn nokkuð reglulega. Hins vegar hafa aðrir hlutir lækkað. Svona þeir sem við kaupum með lengra millibili. Ísskápar, heimilistæki, ferðaþjónusta. Svo þegar á heildina er litið. Þá hefur verðlag haldist stöðugt. Sumt orðið dýrara. En annað lækkað. Svo kemur líka í ljós að við munum í rauninni ekki hvað hlutir kosta. Svo verðskyn okkar byggist að verulegum hluta til á tilfinningu. Svo núna þegar fjölmargar matvörur eru að fara að lækka í verði. Verður áhugavert að fylgjast með því hvort okkur hér heima mun verða efst í huga að stærsta hluta þessa kjörtímabils höfum við búið við verulega háa verðbólgu og að vextir á yfirdrættinum eru að slaga upp í 20 prósent. Eða hvort við munum telja að verðlag hafi verið stöðugt eða jafnvel lækkað. Það gæti ráðið miklu um það hvernig við kjósum.

Ummæli

Vinsælar færslur