Undarlegt hvernig lífið leikur okkur. Undanfarið hef ég leitt hugann að þessu. Örlög ríka og fræga fólksins. Mitt eigið líf. Það virðist nefnilega hreint ekkert vera tengsl á milli hamingju og þess að vera ríkur og frægur. Það kom kannski best í ljós núna þegar Ann Nichole Smith endaði líf sitt á hótelherbergi í Florida. Bætist þar með í hóp þeirra sem þrátt fyrir mikla frægð. Virðast ekki eiga sérlega hamingjusamt líf.
Raunar virðist sem frægðin verði fremur til þess að auka á vansæld. Ekki samt þannig að ég telji að það sé sérstaklega slæmt að öðlast frægð. En það virðist þurfa nokkuð sterk bein til þess að þola. Enda Ann svo sem ekkert eins dæmi. Marlyn Monroe endaði á svipaðan hátt. Edie Sedgwick líka. Dæmin eru fleiri. Svo þess vegna hef ég fylgst með öðru auganu með þeim sem svipað er ástatt fyrir. Konum eins Paris Hilton. Sem eina helst virðast frægar fyrir að vera frægar.
Því mér sýnist að okkur finnist eiginlega jafn skemmtilegt að elska og hata þessar konur. Þær ná frægð og frama að því er virðist fyrirhafnarlítið. Sem kveikir í mörgum okkar öfund. Svona meinfýsni. Við gerum lítið úr þessum stjörnum. Segjum þær hæfileikalausar. En dreymir samt um þær. Sást kannski best í Borat. Sem ég sá í fyrsta skipti um daginn. Fannst alveg ferlega fyndin, en hefði viljað sitja í kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum og horfa á hana. Helst einhverstaðar í miðríkjunum. Skil raunar vel ákvörðun dreifingaraðilans að fara varlega í sýningar á myndinni.
Svo frægð fylgir ekki hamingja. En henni geta fylgt veraldleg gæði. Nema kannski hér. Við erum svo lítil að við búum okkur til stjörnur. Svona sér íslenskar. Sem fá frægðina. Með þeim leiðindum sem henni fylgja. En ekki endilega þau veraldlegu gæði sem henni fylgja í stærri samfélögum. Hér verður þetta stundum svolítið skrítið. Frægðin kemur í gegnum fjölmiðla. En svo er þetta fólk raunar ósköp venjulegt. Býr ekkert við betri kjör en við flest. Aðeins öðruvísi utan Íslands. Það mátti í það minnsta heyra á fulltrúa þeirra sem hingað reyna að fá tónlistarhátíð MTV. Helsta vandamálið að hér vantar nægilega glæsilegar aðstæður fyrir fræga fólkið.
Það er þáttur í því að við öfundum þetta fólk. Það virðist nefnilega hafa margt af því sem okkur dreymir um. En ætli við værum svo ægilega hamingjusöm ef við eignuðumst þetta allt saman? Auðvitað er gott að hafa aðgang að öllum gæðunum. Því það er ekki nema við eigum þetta nauðsynlegasta sem við förum að geta gert eitthvað. Frumþarfirnar fyrst. En þegar við erum nægilega vel sett. Til þess að hafa skjól, nægan mat og svona það helsta af veraldlegum gæðum. Hvað þá? Fyrir suma þá er greinilega hamingjan fólgin í því að halda áfram að safna að sér veraldlegum gæðum. Svona væntanlega vegna þess að það sé aldrei hægt að eignast of mikið af þeim. Sumir held ég fái raunar sitt út úr því að vafstrast í þeim málum.
Aðrir blómstra við frægðina og ríkidæmið. Komast á annan stað. Líður vel með hlutskipti sitt. Er að gera það sem því finnst skemmtilegast. Sækist raunar ekki eftir öðru en gera það sem því finnst skemmtilegt. Eða veitir fyllingu. Það er fólkið sem mér finnst svo yndislegt að öfunda. Hálf vorkenni hinu.
Ummæli