Skrítið með suma daga. Veit ekki hvort þú þekkir þetta af eigin reynslu. En suma daga ganga hlutirnir bara hreinlega ekki. Ég lendi í einhverjum bölvuðum vandræðum. Gærdagurinn var svona dagur. Eða samt ekki. En hann byrjaði skringilega. Málið er að ég hef verið að reyna venja mig á að byrja daginn snemma. Gengið ferlega í myrkrinu sem ríkir þessa dagana. En í gær tókst mér að dröslast framúr. Svo þetta byrjaði bara nokkuð vel.

Mín morgunrútína er í nokkuð föstum skorðum. Hefur verið svipuð allt frá því að ég var í námi í Bretlandi. Dagurinn byrjar sem sagt á því að ég dröslast á fætur. Á þeim tíma er ég venjulega skapstirður og raunar ekki með allt í gangi. Það gerist ekki fyrr en síðar. En til þess að vinna á móti svefninum. Þá hef ég fyrir venju að stökkva í sturtu. Hefur reynst mér vel til þess að koma blóðinu á hreyfingu. Raunar eru þessar mínútur í sturtu oft sá tími sem ég fæ hugmyndir að verkefnum dagsins. Svona í viðbót við þau sem þegar liggja fyrir.

Það er nefnilega eitthvað við það að vera í sturtu og hafa tíma til að hugsa. Það er eins og vatnið komi einhverju af stað. En í gær þá var ég ekki alveg með á nótunum. Svo þrátt fyrir að ég hefði komist á fætur á góðum tíma. Þá var ég bara alls ekki vaknaður. En það átti ég ekki eftir að uppgötva fyrr en of seint. Málið er sem sagt að þegar ég hef tíma. Þá finnst mér ofsalega gott að fá mér boost. Hendi einhverjum ávöxtum og skyri í blender. Það er bæði góður morgunmatur og ferlega gott. Gef mér þá yfirleit tíma til þess að fletta í gegnum dagblöð dagsins.

Ég hef nefnilega komist að því að góður morgunmatur er alveg orka dagsins. Svo þennan dag ætlaði ég mér að vera sniðugur. Hafði tíma. Týndi ávexti úr ískáp og frysti. Setti í tækið. Endaði með skyri og vökva. Skellti í gangi. Tækið byrjaði, en það gerðist lítið. Annað en að tækið hóstaði. Slökkti á sér. Myndaðist pollur í eldhúsinu mínu. Málið er nefnilega að á þessu tæki er lítið atriði. Sem skiptir máli. Tækið er nokkrum hlutum. Botn sem er motor. Glerílát. Hnífur á plasti sem skrúfast upp í glerílátið. Sem er þétt með sérstökum gúmmíhring. Nema í þetta skipti hafði ég hreinlega ekki sett hvorki hníf, né gúmmíhring. Svo allur vökvinn flæddi ofan í tækið. Sem hefur ekki snúist hálfan hring síðan. Fór varlega það sem eftir lifði dagsins.

Ummæli

Vinsælar færslur