Ekki alltaf bara kalt, blautt og dimmt
Það er ennþá kalt. Eiginlega bara alveg svakalega kalt. Í morgunn var 8 stiga frost í bílnum mínum. Svo kannski er ég að vera ofurlítið bjartsýnn. Svona eins og ég skrifaði í gær. En þrátt fyrir frostið. Þá er ég glaður með hækkandi sól. Raunar finnst mér svona kuldi og sól. Miklu betri en smá hiti og rigning. Sérstaklega á þessum árstíma. Því þegar það vantar öll laufin. Alla litina sem fylgja lifandi gróðri. Þegar rignir. Þá verður heimurinn eitthvað svo ofboðslega grár og dapurlegur.
Þess vegna líður mér miklu betur í þessu veðri sem nú ríkir. Það er kalt. En vegna sólar og þess að ég bý og starfa í þannig húsum. Þá er mér rosalega hlýtt og notalegt. Vorið er að nálgast hjá mér. Samt eru ekki einu sinni komnir páskar. Reyndar held ég að við látum plata okkur á hverju ári. Á þessum árstíma sem raunar er kaldasti tími ársins. Þá höldum við að það sé byrjað að vora. Nú styttist í sumarið segjum við. Samt er yfirleit heitara í nóvember en febrúar. Núna fer sjávarhitinn sem hélt okkur heitum fram eftir vori. Að kæla okkur niður þegar líður að sumri.
Ég veit ekki hvað veldur þessu minnisleysi. Kannski þetta sé eðlislæg bjartsýni okkar. Þú komst einfaldlega ekki gegnum dapurlega daga hér á Íslandi í denn, án þess að trúa því að eitthvað betra biði rétt handan við hornið. Við vorum svo einmanna að við bjuggum til fólk sem bjó í stokkum og steinum. Veturinn var oft svo erfiður í hinum dreifðu byggðum að fólk komst ekki samneiti við neinn nema heimilisfólkið á viðkomandi bæ svo vikum skipti. Ótrúlegar frásagnir af harðneskju þeirra sem bjuggu hér á þessum tíma. Enda þurfti fólk að hafa dálítið fyrir því að lifa af hérna.
Ég er dálítið á því að við séum að gleyma að halda upp á þessar staðreyndir. Skömmumst okkar hálfpartinn fyrir það að hafa verið vanþróaðasta þjóð Evrópu um margra alda skeið. Samt var hér margt áhugavert. Fiskur í sjónum sem dró hingað fólk frá Evrópu. Ég hef í það minnsta heyrt því haldið fram að Íslendingar hafi að mörgu leiti komið betur undan miðöldum en margar þjóðir í mið og austur Evrópu. Þó ég hafi litla trú á að allt sem standi í gömlum sögum sé satt. Þá var það fólk sem hér settist að. Þeir Evrópubúar sem lengst fóru til að finna ný heimkynni á sínum tíma. Okkur tókst síðan á svipaðan hátt og sumum öðrum þjóðum að rústa hagkerfinu með stríðsrekstri. Héldum því áfram þangað til við urðum gjaldþrota. Töpuðum sjálfstæði nauðbeygð.
Í dag erum við rík. Sjálfsörugg. Held ég sé bara nokkuð hress með að vera Íslendingur. Nema mér finnst ennþá slæmt hvað það getur verið kalt, blaut og dimmt hérna á veturna.
Þess vegna líður mér miklu betur í þessu veðri sem nú ríkir. Það er kalt. En vegna sólar og þess að ég bý og starfa í þannig húsum. Þá er mér rosalega hlýtt og notalegt. Vorið er að nálgast hjá mér. Samt eru ekki einu sinni komnir páskar. Reyndar held ég að við látum plata okkur á hverju ári. Á þessum árstíma sem raunar er kaldasti tími ársins. Þá höldum við að það sé byrjað að vora. Nú styttist í sumarið segjum við. Samt er yfirleit heitara í nóvember en febrúar. Núna fer sjávarhitinn sem hélt okkur heitum fram eftir vori. Að kæla okkur niður þegar líður að sumri.
Ég veit ekki hvað veldur þessu minnisleysi. Kannski þetta sé eðlislæg bjartsýni okkar. Þú komst einfaldlega ekki gegnum dapurlega daga hér á Íslandi í denn, án þess að trúa því að eitthvað betra biði rétt handan við hornið. Við vorum svo einmanna að við bjuggum til fólk sem bjó í stokkum og steinum. Veturinn var oft svo erfiður í hinum dreifðu byggðum að fólk komst ekki samneiti við neinn nema heimilisfólkið á viðkomandi bæ svo vikum skipti. Ótrúlegar frásagnir af harðneskju þeirra sem bjuggu hér á þessum tíma. Enda þurfti fólk að hafa dálítið fyrir því að lifa af hérna.
Ég er dálítið á því að við séum að gleyma að halda upp á þessar staðreyndir. Skömmumst okkar hálfpartinn fyrir það að hafa verið vanþróaðasta þjóð Evrópu um margra alda skeið. Samt var hér margt áhugavert. Fiskur í sjónum sem dró hingað fólk frá Evrópu. Ég hef í það minnsta heyrt því haldið fram að Íslendingar hafi að mörgu leiti komið betur undan miðöldum en margar þjóðir í mið og austur Evrópu. Þó ég hafi litla trú á að allt sem standi í gömlum sögum sé satt. Þá var það fólk sem hér settist að. Þeir Evrópubúar sem lengst fóru til að finna ný heimkynni á sínum tíma. Okkur tókst síðan á svipaðan hátt og sumum öðrum þjóðum að rústa hagkerfinu með stríðsrekstri. Héldum því áfram þangað til við urðum gjaldþrota. Töpuðum sjálfstæði nauðbeygð.
Í dag erum við rík. Sjálfsörugg. Held ég sé bara nokkuð hress með að vera Íslendingur. Nema mér finnst ennþá slæmt hvað það getur verið kalt, blaut og dimmt hérna á veturna.
Ummæli