Helgin verður nokkuð mögnuð hjá mér. Raunar er þetta nokkuð merkileg helgi. Í nóvember ákvað ég nefnilega með gömlum vini sem er búsettur í London. Að við þyrftum að hittast. Ákváðum að gera það með nokkrum öðrum hætti en venjulega. Málið er nefnilega að bróðir hans er í námi í Edinborg. Þangað hef ég aldrei komið. Raunar aldrei komið til Skotlands. Fyrir utan nokkurra klukkutíma á flugvellinum í Glasgow. Sem var athyglisvert. En ekki í frásögur færandi. En við ákváðum sem sagt í nóvember að hittast. Hjá bróður hans. Svona miðja vegu.

Þegar var komið fram í lok desember þá komast ég að því að árshátíð fyrirtækisins sem ég vinn hjá yrði haldinn í byrjun febrúar. Þetta var óvenju snemma. Árshátíðin hefur yfirleit verið haldin undir miðjan febrúar eða í lok mánaðar. En það var húsið sem réði þessu. Þetta var eina dagsetningin sem kom til greina. Svo allt í einu stóð ég frammi fyrir því að dagsetningin sem við félagarnir höfðum valið okkur. Í nóvember. Hún var ætluð fyrir hátíð sem ég átti mjög erfitt með að komast hjá því

En þar með er ekki allt upptalið. Því í ljós kom að vinkona átti afmæli þennan sama dag. Raunar á ég fleiri en eina vinkonu sem eiga afmæli á þessum tíma. Komst raunar ekki í afmæli til einar. Sem hefur hugsanlega bjargað mér frá því að liggja veikur núna. Afmælisgjöfin býður innpökkuð. En þessi vinkona sem á afmæli núna um helgina vildi auðvitað halda upp á daginn. Svo það þýðir að ég þarf að vera á tveimur stöðum. Sem er auðvitað ekki hægt. Svo til að byrja með mun ég verða í svakalega flottri afmælishátíð. Síðan halda í afmæli. Tvöföld ánægja. Vona bara að höfuðverkurinn á sunnudeginum verði ekki líka tvöfaldur. En ætli mér verði að þeirri ósk.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Helgin líka mögnuð hjá okkur :)
Kveðja frá Rythma bræðrum í Edinborg ;)
Nafnlaus sagði…
vona að þér batni fljótt og vel:)

Vinsælar færslur