30 dagar
Það getur margt gerst á 30 dögum. Það þekki ég orðið af reynslu. Á undanförnum 30 dögum hef ég farið heilmikið í jóga. Farið til útlanda. Setið ráðstefnu. Hitt fullt af nýju fólki. Gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Látið skipta um dekk á bílnum mínum. Uppgötvað nýja hluti á Netinu. Heyrt fullt af nýrri og skemmtilegri tónlist. Tekið að mér verkefni. Drukkið gott vín. Fengið fólk til mín í óvænt matarboð. Þar sem við ræddum um bílaíþróttir. Veltum því fyrir okkur afhverju sumar íþróttir virðast ekki eiga í vandræðum með að fá styrki. En þegar Íslendingi gengi vel í bílaíþróttum þá virtist vanta áhuga á því að nýta tækifærið til að koma vörumerki sínu á framfæri við hundruðir þúsunda áhorfenda. Fundið fyrir því að allt er að hækka. Bensín aldrei verið dýrara. Fundið vorið bæði í London og á Íslandi. Verið stressaður yfir framtíðinni. Fundið hvernig jákvæðni reynist betur en bölmóður. Nú stend ég frammi fyrir ákvörðunum. Miklu hraðar en ég bjóst við fyrir 30 dögum.
Ummæli