Út að njóta veðursins

Síðasta haust þá fjárfesti ég í flottu hjóli. Eða það finnst mér í það minnsta. Hef ekki hreyft það síðan. En núna í dag þá fór ég í smá göngu. Fann að það er kominn tími til að taka fram hjólið. Meira að segja Morgunblaðið sagði mér í morgunn að vorið væri að koma. Á þriðjudaginn held ég. Annars var ég að rölta í dag með lögfræðingnum mínum. Fékk ýmsar gagnlegar ábendingar. Áhyggjur mínar af komandi mánuðum hafa minnkað nokkuð. Ég varð nefnilega svolítið stressaður í vikunni. Svo las ég í yoga að áhyggjur væru þannig að ef maður velti sér of mikið upp úr þeim. Þá gerist það sem þú hefur áhyggjur af. Svo nú er það bara bjartsýni og gleði framundan. Kannski ég nái meira að segja að fara til Rússlands. Eða skelli mér til Asíu eins og var komið á planið. Stóra planið. Hver veit.

Ummæli

Vinsælar færslur