Engin stórtíðindi en langt í frá rólegt
Það hefur verið nóg að gera hjá mér þessa vikuna. Ólíkt því sem halda mætti, þegar ekki er lengur fast starf að sækja. En ég hef lítið fundið fyrir því. Nema þá helst þannig að ákveðnu fargi er af mér létt. Ég þarf nefnilega ekki lengur að hafa áhyggjur af því sem fylgdi mínu fyrra starfi. Þess í stað hef ég verið að einbeita mér í starfsleit. Njóta þess að fara í bæði líkamsrækt og jóga. Meira að segja fundið mér tímabundið verkefni sem á eftir að halda mér uppteknum það sem eftir lifir þessa mánaðar. Ég ætla samt ekki að gera lítið úr þeim breytingum sem fylgja því að vera í starfsleit.
Þetta er nefnilega æði mikil vinna. Ekki hvað síst í sjálfum sér. Margt sem ég hef þurft að velta fyrir mér. Þetta er ákveðið stress. Óljóst með framhaldið og ekkert beinlínis fast á hendi með hvernig framtíðin lítur út. En á sama tíma, þá finnst mér eins og þetta sé að hafa jákvæð áhrif á mig. Allt í einu þá eru valkostirnir margir. Ég gæti þurft að vinna ákveðið í sjálfum mér til að grípa sum þeirra. Yfirstíga ákveðna hluti. Þetta er líka tími þar sem lítið þýðir að sitja auðum höndum. Sama hversu freistandi það er að detta bara ofan í eitthvað slen. Ég þarf til dæmis að fylgja eftir hugmyndum sem ég hef verið að fá. Sjá hvort einhver viðbrögð komi við þeim. Svo eru líka atvinnutækifæri sem ég þarf að sækjast eftir.
En þetta hefur líka verið tími sem ég hef geta notað til þess að skoða hluti sem ég hef haft takmarkaðan tíma fyrir. Ég er að safna leikni og þekkingu til að nota í atvinnuleitinni. Svo þó þetta hafi verið skrítin tími. Þá hafa undanfarnir dagar verið skemmtilegir. Svo er líka vorið að koma og það er minn uppáhalds árstími. Rétti tíminn fyrir breytingar segja sumir, því hvernig er annað hægt en að vera bjartsýnn þegar sumarið er rétt handan við hornið.
Þetta er nefnilega æði mikil vinna. Ekki hvað síst í sjálfum sér. Margt sem ég hef þurft að velta fyrir mér. Þetta er ákveðið stress. Óljóst með framhaldið og ekkert beinlínis fast á hendi með hvernig framtíðin lítur út. En á sama tíma, þá finnst mér eins og þetta sé að hafa jákvæð áhrif á mig. Allt í einu þá eru valkostirnir margir. Ég gæti þurft að vinna ákveðið í sjálfum mér til að grípa sum þeirra. Yfirstíga ákveðna hluti. Þetta er líka tími þar sem lítið þýðir að sitja auðum höndum. Sama hversu freistandi það er að detta bara ofan í eitthvað slen. Ég þarf til dæmis að fylgja eftir hugmyndum sem ég hef verið að fá. Sjá hvort einhver viðbrögð komi við þeim. Svo eru líka atvinnutækifæri sem ég þarf að sækjast eftir.
En þetta hefur líka verið tími sem ég hef geta notað til þess að skoða hluti sem ég hef haft takmarkaðan tíma fyrir. Ég er að safna leikni og þekkingu til að nota í atvinnuleitinni. Svo þó þetta hafi verið skrítin tími. Þá hafa undanfarnir dagar verið skemmtilegir. Svo er líka vorið að koma og það er minn uppáhalds árstími. Rétti tíminn fyrir breytingar segja sumir, því hvernig er annað hægt en að vera bjartsýnn þegar sumarið er rétt handan við hornið.
Ummæli