30 dagar

Það getur margt gerst á 30 dögum. Það þekki ég orðið af reynslu. Á undanförnum 30 dögum hef ég farið heilmikið í jóga. Farið til útlanda. Setið ráðstefnu. Hitt fullt af nýju fólki. Gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Látið skipta um dekk á bílnum mínum. Uppgötvað nýja hluti á Netinu. Heyrt fullt af nýrri og skemmtilegri tónlist. Tekið að mér verkefni. Drukkið gott vín. Fengið fólk til mín í óvænt matarboð. Þar sem við ræddum um bílaíþróttir. Veltum því fyrir okkur afhverju sumar íþróttir virðast ekki eiga í vandræðum með að fá styrki. En þegar Íslendingi gengi vel í bílaíþróttum þá virtist vanta áhuga á því að nýta tækifærið til að koma vörumerki sínu á framfæri við hundruðir þúsunda áhorfenda. Fundið fyrir því að allt er að hækka. Bensín aldrei verið dýrara. Fundið vorið bæði í London og á Íslandi. Verið stressaður yfir framtíðinni. Fundið hvernig jákvæðni reynist betur en bölmóður. Nú stend ég frammi fyrir ákvörðunum. Miklu hraðar en ég bjóst við fyrir 30 dögum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég er alltaf að segja þér þetta Simmi!!...þú ert miklu vinsælli en þú heldur!...farðu nú og sigraðu heiminn..þú ert hetja, það er ekkert sem stoppar þig;)

Vinsælar færslur