Breytingar

Það er skrítið þegar lífið tekur svona nýja stefnu allt í einu. Verst er að stjórna því ekki alveg sjálfur. En á sama tíma þá er þetta líka tækifæri. Ákveðin vandamál sem ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af. Eins og öllu því sem tengist fyrrverandi vinnustaðnum. Þar taka nú aðrir við og eiga vonandi eftir að sakna þess að hafa mig ekki fyrir vinnufélaga. Ég mun hins vegar finna mér ný verkefni á nýjum stað. Er svona að byrja að þreifa fyrir mér.

Ég er ekkert að mynda mér of miklar skoðanir á því hvað ég vilji taka mér fyrir hendur. Ég finn að það eru tækifæri í því að skipta svona. Bæði til þess að afla mér frekari reynslu og þekkingar á nýjum sviðum. Jafnvel að flytja mig um set. Atvinnumarkaðurinn er orðinn svo alþjóðlegur að fyrir einhvern eins og mig þá er ekkert óeðlilegt við það að horfa út fyrir Ísland í leit að nýjum og spennandi verkefnum.

Upplýsingar um feril minn eru á vefnum svo það er í sjálfu sér einfalt að koma þeim á framfæri - http://www.linkedin.com/in/sigmundurhalldorsson

Ummæli

Vinsælar færslur