Eru verkefni alvöru vinna?
Ég þarf að spyrja mig að þessu. Mér eru nefnilega að bjóðast verkefni. Ekki starf. En verkefni. Frá fólki og fyrirtækjum sem greinilega vilja nýta sér einhverja þá þekkingu eða reynslu sem ég hef. En telja greinilega ekki að þau þurfi á slíku að halda til lengri tíma. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um slíkt. Kannski er þetta fín hugmynd. Ég stofna ráðgjafaþjónustu og sel mig einfaldlega út sem verktaka. Eða kem mér inn hjá einhverju af þeim fyrirtækjum sem eru til staðar nú þegar.
En svo velti ég því fyrir mér hvort þetta muni teljast alvöru vinna. Annars las ég það einhvers staðar að ef maður gæti útskýrt hvað maður gerði, þá yrði vinnunni úthýst. Líka hitt að einyrkjar sem geti nýtt sér hugmyndaflugið eigi líka framtíðina fyrir sér. Raunar sé þessi 9 til 5 hugmynd eitthvað sem gilti á síðustu öld. Núna snúist þetta um að búa til sín eigin tækifæri. Bara verst hvað ég fæ lítið af góðum hugmyndum. Eða kannski ég hafi bara ekki tamið mér að elta þær. Kannski þetta sé tækifærið til þess að breyta því.
Ég fór nefnilega líka að hugsa. Að á undanförnum árum hefur mig langað til þess að búa annars staðar enn hér á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis hvernig það væri að búa á Vestfjörðum nú eða bara einhvers staðar annars staðar en hér. En til þess hefur mig svolítið skort tækifæri. Núna er kannski tækifærið komið, svona ef mér tekst að finna starf sem greiðir í það minnsta mína föstu reikninga og gerir mér kleyft að eiga eitthvað afgangs fyrir ferðalögin. Sjáum hvað setur.
Annars finnst mér ljómandi vorlegt að verða. Snjórinn sem kom í dag bráðnaði svo hratt. Ég ætla að skipta yfir á sumardekk næstu daga.
En svo velti ég því fyrir mér hvort þetta muni teljast alvöru vinna. Annars las ég það einhvers staðar að ef maður gæti útskýrt hvað maður gerði, þá yrði vinnunni úthýst. Líka hitt að einyrkjar sem geti nýtt sér hugmyndaflugið eigi líka framtíðina fyrir sér. Raunar sé þessi 9 til 5 hugmynd eitthvað sem gilti á síðustu öld. Núna snúist þetta um að búa til sín eigin tækifæri. Bara verst hvað ég fæ lítið af góðum hugmyndum. Eða kannski ég hafi bara ekki tamið mér að elta þær. Kannski þetta sé tækifærið til þess að breyta því.
Ég fór nefnilega líka að hugsa. Að á undanförnum árum hefur mig langað til þess að búa annars staðar enn hér á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis hvernig það væri að búa á Vestfjörðum nú eða bara einhvers staðar annars staðar en hér. En til þess hefur mig svolítið skort tækifæri. Núna er kannski tækifærið komið, svona ef mér tekst að finna starf sem greiðir í það minnsta mína föstu reikninga og gerir mér kleyft að eiga eitthvað afgangs fyrir ferðalögin. Sjáum hvað setur.
Annars finnst mér ljómandi vorlegt að verða. Snjórinn sem kom í dag bráðnaði svo hratt. Ég ætla að skipta yfir á sumardekk næstu daga.
Ummæli