Nýir jólasiðir

Þessi tími. Þegar minnst er ljós. Er samt í miklu uppáhaldi hjá mér. Í dag gerði ég líka eitthvað sem ég ætla að gera að jólavenju. Reyndar ætla ég að segja ykkur frá því að ég hef eignast aðra jólavenju. En það kemur seinna. Ég fór í Bláa Lónið. Í dag var kalt og hvít. Snjór yfir öllu. Það finnast mér vera alvöru jól. Vinafólk mitt frá Bretlandi var hér í heimsókn. Vinkona mín sem gerir það gott í Bretlandi var að koma hingað með kærastanum sínum, sem var hér í sinni fyrstu heimsókn. Ég veit að það hefur verið alltof mikið af jólaboðum hjá þeim. Svo mér þótti vænt um að fá smá tíma með þeim. Fékk meira að segja jóla/afmælispakka. Sem ég átti alls ekki von á. En alltaf gaman að fá óvæntar gjafir. Enda fækkar þeim nú stöðugt pökkunum sem ég fæ um jólin.

En svona til þess að þessi jól færu ekki bara í tóma leti. Þá fór ég í Bláa Lónið í dag. Það er ekki ókeypis að fara í lónið. Eiginlega töluvert mikið dýrara en að fara í sund. En þessi stund í dag. Í ljósaskiptunum. Var mér ógleymanleg. Það var eitthvað ótrúlega magnað við að vera þarna ofan í heitu vatninu í frostinu. Horfa á sólarljósið hverfa og stjörnur koma í ljós. Svo er líka svo mikið í boði þarna að ég sé ekki eftir krónu sem fór í aðgangseyri. Það er ekki tilviljun að þessi staður er nefndur sem einn af helstu ferðamannastöðum í heiminum. Skipulagið orðið þannig að sem mest verður eftir á staðnum, því útgangur er í gegnum verslun. Reyndar fannst mér ekki mikið til þess koma að þurfa að kaupa heilsu pylsu. En það verður bara að hafa sinn gang. Svo nú hef ég ákveðið að gera ferð á þennan flotta stað að árvissum viðburði. Það verði hluti af jólunum.

Annað sem ég hef líka ákveðið að gera að jólasið. Er tekin frá Frakklandi. Fannst það svo skemmtilegt að útbúa svona bakka með 13 stykkjum. Svo ég aðlagaði þetta að íslenskum aðstæðum. Samkvæmt frönsku þjóðtrúnni þá á þetta að standa fram til 27. desember og ef maður fær sér eitt af hverju þá sé hægt að óska sér. Svo auðvitað fékk ég mér eitt af hverju og óskaði mér svo í kjölfarið. Tók líka mynd. Sem ég set hérna inn. Finnst þetta skemmtilegur jólasiður sem ég ætla að taka upp.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gleðilegt ár, kæri Simmi!

Vinsælar færslur