Jóla undirbúningur í fullum gangi

Það eru að koma jól. Ég er þess vegna á fullu í að undirbúa mig. Ferðin til Annapolis kláraði jólainnkaupin. Í ljósi þess að Icelandair er að hætta að fljúga til Baltimore, þá var þetta líklega síðasta vetrarferðin á þessar slóðir. Ég hef líka verið að taka til hendinni. Fatahengið mitt er aftur komið á sinn stað. Til þess gerði ég mér ferð í Kauptún. En það heitir nýja verslunarsvæðið í Garðabæ. Þar er IKEA, Max, Bónus og BYKO. Allt á einum stað. En ég hef samt bara komið inn í BYKO og IKEA. Þetta er svolítið eins og í útlöndum. Alvöru risaverslanir. Einhverjir skilja að BYKO ferð á þetta svæði er eins og atriði úr Reaper. Sem er uppáhaldssjónvarpsefnið mitt þetta haustið. Þetta er svona vöruhús. Allt stórt. Hillur rosalega háar. Endalaust úrval af öllu. Mér finnst það skemmtilegt. Búinn að fara fjórar ferðir.

Fyrst fór ég og keypti tappa og skrúfur. Komst að því að þetta átti ekki alveg eftir að ganga þrautalaust. Skrúfurnar voru of langar. Einn tappinn sem var fastur, vildi ekki koma út. Sama hvað ég reyndi. Svo ég gerði ráð fyrir að hann myndi halda. En auðvitað losnaði hann um leið og ég skrúfaði fatahengið fast. Dæmigert. En mér leið eins og iðnaðarmanni. Þetta komst upp og er ekki hrunið aftur. Ég á samt eftir að eiga aðeins meira við þetta. Í fyrstu ferðinni hafði ég komið auga á tvo hluti sem mig vantaði. Jólatré og sturtu.

Í næstu ferð fór ég og fjárfesti í gervijólatré. Fékk þetta líka fína tré fyrir minna en það sem alvöru kostar. Vandamálið við alvöru er að ég er með ofnæmi fyrir þeim. Svona í alvöru. Fær bólgur á hendurnar ef ég kem við þau. Svo er hræðilegt mál að koma þeim fyrir í standinum mínum. Hallar alltaf út og suður. Jólatré var ekki hamingjutré. Sem mér finnst leiðinlegt. Því ég er ósköp mikil jólastrákur. Reyndar skilst mér að ég hafi tekið miklu ástfóstri við jólatré þegar ég var lítill. Bæði reyndi ég að klifra upp þau. En ég held að ég hafi klifrað upp á öll tré. Svo var ég líka rosa hrifinn af jólaskrauti. Það glitraði og var svo fínt. Ég meira að segja man þetta ennþá frá því ég var lítil. En það var ekki eins vinsælt að ég væri að skoða það mikið. En skemmtilegast af öllu var samt að á þessu tré. Uxu ekki blóm eða ávextir, heldur gjafir. Það var mest spennandi. En af því að jólin eru ekki alveg komin. Þá segi ég sögur af jólahaldi seinna.

Í þriðju ferðinni fór ég og keypti sturtu. Ekki samt sturtuklefa. Heldur veggfestingu fyrir sturtu, sturtuhaus og slönguna til að tengja hausinn við blöndunartækið. Ég keypti stærsta hausinn sem ég fann í búðinni. Því fyrir sjö árum. Þegar ég flutti í húsnæðið mitt. Þá lét ég plata mig til að kaupa lítinn haus. Með vondri stöng. Eiginlega þannig að ég hef ekki getað hugsað mér að versla við Tengi aftur. En í BYKO fékk ég voða fínt sturtusett frá Grohe. Fínn stór og flottur haus með fjórum stillingum. Ég hafði verið hálf ragur við þetta. Hélt að það væri mál að skipta um svona. En þetta tók mig hálf tíma. Komst að því að mig vantaði sexkant. Aftur í BYKO. Svo núna er ég að verða vanur. Ef ég fer mikið oftar þá fer ég að athuga hvort ég fái ekki afslátt hjá BYKO eða fari í reikning. En ég er rosalega ánægður með þessa framtaksemi mína og það er allt annað að fara í sturtu í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur