Eldri og líður svolítið þannig

Þetta er svolítið skrítið. En mér líður svolítið miklu eldri í dag en á sunnudaginn. Ég átti nefnilega afmæli í gær. Ekki stórafmæli. En svona stórafmæli plús einn. Svo þess vegna líður mér eitthvað svo miklu eldri í dag. En það þýðir ekkert að vera fúll yfir aldri. Það gerist hvort sem við viljum eða ekki. Ég hef það líka að flestu leiti betra í dag en nokkru sinni fyrr. En ég hélt upp á afmælið mitt um helgina.

Mánudagar eru nefnilega ekkert sérlega heppilegir dagar til að halda upp á afmæli. Sérstaklega ekki þegar þetta eru mánudagar síðustu vikuna fyrir jól. Svo ég ákvað bara að sameina löngu ákveðið jólahlaðborð og afmælið mitt. Allt ákveðið með þó nokkrum fyrirvara, því það er ekki skyndiákvörðun að komast í jólahlaðborð. Þetta eru nefnilega eftirsótt fyrirbæri. Erfitt að fá borð. En við enduðum á Silfrinu. Það var gott jólahlaðborð. Eiginlega alltof gott. Ég hreinlega var að springa eftir þetta. Sérstaklega var ég ánægður með eftirréttina. En þetta var allt gott og Silfur átti Calvados til að ég gæti komið einhverju lagi á þetta. Svo ég var ofsalega ánægður. Ekki eins með Apótekið. Sem var versti skemmtistaður, ef það er þá hægt að kalla þetta skemmtistað, sem ég hef komið inn á í Reykjavík lengi. Þarna var ekkert í gangi. Annað en það að vera á þessum stað. Líklega vilja menn hirða þá sem hefðu annars sótt í Pravda. En það er brunnið. En skrítnari stemmningu hef ég ekki upplifað lengi. Svo við stoppuðum stutt. Komum okkur upp á Kaffibar þar sem félagi minn var að spila.

Eitthvað hef ég verið að gera af mér undanfarið. Því seinna um kvöldið var veskið týnt. Öll kort, ökuskírteini og slatti af þúsundköllum. Leitaði út um allt. En lokaði svo bara fyrir kortin. Ég er sannfærður um að þetta sé eitthvað karma mál. Svona fái ég ábendingar um að ég hafi eitthvað ekki verið að standa mig. Til allrar hamingju endurheimti ég kortin og skilríkin daginn eftir. Svo þetta var ábending, en ekki refsing. Ég verð bara að standa mig aðeins betur. En þetta sýnir að það er alveg von til þess að fá veskið sitt til baka þó það týnist þegar leikur stendur hæst um helgar.

Enda var þetta ekki búið hjá mér ennþá. Því elskuleg vinkona bauð okkur í jólaboð. Svo var líka hátíð á B5. Nýtt hljóðkerfi í húsinu og Þjóðverji við stjórnina. Eða einn af þeim. Því þarna voru ekki nema 4 plötusnúðar, 3 íslenskir auk áðurnefnds. Jólaboðið var ferlega skemmtilegt. Því án þess að ég hefði minnst á það. Að ég ætti afmæli þessa helgi. Þá fékk í bara um miðja síðustu viku boð í jólaboð. Svo ég hafði ekki bara jólahlaðborðið sem tækifæri til að halda upp á daginn. Heldur líka þetta jólaboð. Sem var svona líka fínt. Boðið upp á rauðvín (og hvítvín, bjór ofl.) osta, piparkökur og jólatónlist. Hitti þarna á fólk sem ég rekst ekkert endilega á. Svo ég fékk ennþá fleiri afmæliskveðjur. Það var samt á B5 sem ég hitti mest af fólki. Enda var troðið þarna inni. Ég heyrði einhvern tala um að við værum eins og kindur í rétt. Gat ekki annað en verið sammála. Þetta er nefnilega ekki staður sem ber svona mikið af fólki. Það helgast af því að það þarf að fara framhjá barnum til að komst niður á snyrtinguna. En þegar mikið er af fólki. Þá verður örtröð við barinn. Alltaf líka vinsælt að taka tal saman akkúrat þarna í anddyrinu. Svo þrátt fyrir að þarna væri besti hljómur á íslenskum skemmtistað og mikið stuð. Þá fór ég heim á gamla lokunartímanum. En þó ég sé eitthvað eldri. Þá var þetta hið mesta stuð. Svo maður er langt í frá dauður úr öllum æðum.

Ummæli

hi there... unfortunately i dont understand what you have written here :D
but i just want to thank you herewith from the comment and from the links that you let to my blog... this is useful to know ;)
and yeah- i did enjoy my stay here fully.
Valtyr sagði…
Til hamingju með afmælið gamli. Ég man þegar ég hélt upp á 29 ára afmælið þitt með þér. Það var ansi gaman, en það er líka ansi langt síðan :)
and of cause:
HAPPY BIRTHDAY TOOOO YOOOUUUUUU!!! ;D

Vinsælar færslur