Um sitthvað að hugsa

Það er orðið svo langt síðan ég hef haft smá tíma til að draga andann. Fá kitl í putta og skrifa eitthvað skemmtilegt. Undanfarið hef ég samt haft um nóg að skrifa. En bara ekki tíma. Það er nefnilega svo erfitt að vera kominn heim. Setjast niður og vinna langt fram eftir kvöldi. Þá get ég bara ekki náð utan um hugsanir mínar og komið þeim hingað niður.

Undanfarið hef ég samt verið hugsi. Fyrst yfir þessu REI máli. Hef engar sterkar skoðanir á því. Held samt að hugmyndin sem slík sé ekki svo vitlaus. Getur bara meira en verið að við getum selt þekkingu til útlanda. En eftir því sem meira er talað um þetta. Þá kemur Enron upp í hugann. Smartest Guy In The Room var nefnilega mögnuð mynd. Þess vegna veldur þetta allt saman mér ákveðnum áhyggjum. Í þeirri mynd kom nefnilega mjög sterkt fram að þegar orkumarkaðurinn í Bandaríkjunum. Var einkavæddur. Þá sáu nokkrir félagar í Enron tækifæri til þess að búa til hagnað. Sem síðan reyndist allur á sandi byggður. Skora á ykkur að sjá þessa mynd.

Annars var önnur mynd sem ég sá. Sem hafði ekki síður áhrif á mig. Lystin að lifa. Ferlega áhrifamikil mynd. Sorgleg en áhrifamikil. Á sama tíma og þessi mynd er sýnd. Þá er jafn ljóst að sjúkdómar tengdir mataræði eru vaxandi vandamál. Annað hvort er það of mikið eða of lítið af því góða. En það var bókstaflega sorglegt að heyra og sjá sögu stúlkunnar í þessari íslensku mynd. Mæli með henni. Eins og ég raunar mæli með bresku þáttunum um áhrifamátt mataræðis. Ég hef verið að læra heilmikið af þessum þáttum. Finnst raunar magnað hvað þeim bresku tekst að gera áhugaverða þætti úr þessum efnivið.

En núna er sem sagt mestu törninni lokið hjá mér. Framundan örferðalag til mið Evrópu og Airwaves helgi. Lífið er gott.

Ummæli

Vinsælar færslur