Harður dómur Agnesar

Ég sat og horfði á Silfur Egils í gærkvöldi. Svona fyrsta hlutann. Fannst magnað að heyra Agnesi Bragadóttur segja eftirfarandi um REI málið:

Í millitíðinni er ég er búin að vera í Úkraníu, Rússlandi, og Króatíu og þetta litla mál og þá meina ég litla mál í alþjóðlegu samhengi, að þetta mál er eins og smækkuð mynd af því sem verið hefur að gerast í þessum fyrrum kommúnistaríkjum. Að það séu ákveðnir fulltrúar sem ákveða hver má verða ríkur á kostnað almennings.


Það er hægt að sjá allan þáttinn í amk. viku á vef RUV

Ummæli

Vinsælar færslur