Ferðalög og áhugaverð vín

Ég er kominn heim eftir vinnuferð til Prag. Kom raunar heim á föstudaginn. Eins og oft er með svona ferðir. Þá sé ég alltaf lítið af borginni sem ég er í. Svona eins og með Berlín. Sem ég hef heimsótt oft. En sá lítið af, svona þar til í síðustu ferð að ég náði að stoppa smá. Þannig var það með Prag í þessari ferð. Ég náði bara að sjá að þetta er yndisleg borg. Núna er ég ákveðinn í því að kíkja þangað aftur. Verð að ná að rölta þarna um strætin. Kíkja á það sem er merkilegt. Skoða þessa borg sem er minnisvarði um það hvernig mið Evrópa leit út áður en stríðsrekstur eyðilagði borgarlandslagið. Þetta var annars svolítið athyglisvert ferðalag. Ég fór nefnilega frá Reykjavík. Ekki Keflavík. Í leiguflugi með fullt af merkilegu fólki. Skemmtilegt ferðalag og skemmtilegur hópur. En af því að þetta var vinnuferð og mikil dagskrá allan tímann. Þá fannst mér fyndið hversu mikið eftirlit beið okkar í Reykjavík. Tel það hæpið að þarna hafi verið mikil þörf á því. Á tímabili er ég ekki frá því að þetta hafi minnt meira á reglugerðarveldið í austurvegi en nokkuð annað. En svona er þetta nú bara.

En eftir þessa ferð var ég þreyttur. Kom raunar heim og sofnaði á föstudagskvöldið. Þó ég hefði eiginlega ætlað mér að kíkja út á Airwaves. Sem varð raunin fyrir alla helgina. Ég ákvað að vera latur. Hvíla mig eftir nokkrar erfiðar vikur. Líður vel með það í dag. Er búinn að sitja í dag og horfa á vínumfjöllun frá wineliberary.tv í Miro. Veit bara orðið miklu mun meira um vín en ég gerði í gær. Vín er nefnilega eitthvað sem ég hef gaman af. Ekki bara svona í þeim tilgangi að finna áhrif. Heldur líka að njóta þess hvernig þau bragðast. Það hefur verið mér mikil gleði að fá að kynnast góðum vínum. Smakkaði til dæmis ferlega gott rauðvín í Prag frá Tékklandi. Í þessum þætti. Sem hefur svolítið fyndinn kynnir. Hann er svo ekta Bandarískur eitthvað. Er farið yfir vín og ég er ánægður með að í næstum hverjum einasta þætti segir hann það sama. Það er þín tunga sem ræður. Ekki það sem hann segir. Ekki það sem þú lest. Ekki einu sinni það sem þú sást í Sideways. Heldur það sem þér þykir gott.

Annað sem hann leggur mikið upp úr er að við prófum. Höldum okkur ekki á sömu slóðunum. Leyfum okkur að prófa nýja hluti. Ég smakkaði þannig afskaplega gott og ódýrt Riesling – Dr Loosen Riesling um daginn. Riesling er vín sem hefur fengið slæma pressu hérna á Íslandi. En er raunar eitt af bestu vínum með mat sem hægt er að hugsa sér. Það nefnilega gengur með öllu. Bara að það sé þurrt. Það er ennþá betra með krydduðum mat, því það nær að skína í gegnum allt kryddið og gefur einstaklega gott og svalandi ávaxtabragð með t.d. Tælenskum mat. En í þessum vínþætti sá í dag mælt með því að drekka hvítvín með pizzu. Eitthvað sem mér hafði hreinlega aldrei dottið í hug. Heyrði líka talað um spænskt vín sem ég myndi vilja prófa. Gert úr Verdejo þrúgum. Hef aldrei prófað, en miðað við lýsinguna þá er þetta líklega virkilega skemmtilegt hvítvín. Svo þarf ég að finna einhvern sem er á leiðinni til Frakklands til að kippa með fyrir mig til baka Chateau Pichon Baron 2004. Vantar gott vín fyrir jólin. Einhverjir sjálfboðaliðar?

Ummæli

Barbie Clinton sagði…
Altaf hvítt með pizzunni... Altaf..

Vinsælar færslur