Jól í skókassa

Það væri hræsni fyrir mig að halda því fram að ég sé trúaður. Ég er það ekki. En hef samt dregið úr efasemdum mínum. Þess vegna skilgreini ég mig ekki og hef aldrei gert sem trúleysingja. Það getur vel verið að eitthvað sé til í þessu. Ég bara set þetta allt í sama flokkinn. Hlutir sem ég get ekki með nokkru móti komið fyrir innan skynsemishyggjunnar. En hún gengur út á að nota vísindalega aðferð til að staðfesta kenningar. Eitthvað sem ég lærði í gegnum skólagöngu mína. Ef þú kastar fram hugmynd. Þá er hún bara hugmynd þar til einhverjum tekst að staðfesta hana. Ekki nóg með það. Heldur verður aðferðin sem þú notar. Að vera haldbær öðrum til að komast að sömu niðurstöðu. Trú hefur ekkert með þetta að gera. Hún er bara eitthvað sem við ákveðum að sé rétt án þess að það hafi farið í gegnum þetta ferli. Ef við viljum trúa því að það sé betra að sleppa því að borða svínkjöt til dæmis. Þá er það bara þannig. Þarf ekkert að koma með ástæður. Þannig er þetta með trú. Þú tekur einhverju sem gefnu og bara trúir því.

Þetta getur hins vegar orðið að undirstöðu að frekar skrítnum hlutum. Stórir hópar fólks. Halda á lofti bókum sem þeir segja að innihaldi sannleika. Sem því miður er ekki endilega samhljóma. Oftar en ekki blandast þetta saman við siði og hugmyndir frá því samfélagi sem bókin er skrifuð í. Oft á tíðum er raunar erfitt að finna samhljóm með þeim boðskap sem síðan má lesa í þessum bókum og því sem þetta fólk heldur hvað mest á lofti. En hvernig sem á því stendur. Þá finnst mér þetta fólk oft gera því sem það heldur hvað mest á lofti lítinn greiða. Því ég hef nefnilega líka kynnst ágætu fólki sem á sína trú. En virðist hafa fundið annað í henni.

Það er nefnilega þannig hjá mér. Að það er fullt af hlutum sem ég skil illa eða bara hreint ekki. Geri ráð fyrir að þannig sé það bara með okkur flest. Hef ekki tekið eftir öðru. Trú fyllir upp í þessi göt. Með henni er yfirleit vandræða lítið að skilgreina flest það sem okkur gengur illa að skilja. Góðir hlutir verða þannig hjá sumum að guðsgjöfum. Vandamál ekki annað en próf á trúfestu. Þannig heyrði ég einhvern tíma. Að á miðöldum hefðu kaþólskir prestar ævinlega lokið stólræðum sínum á því að minna söfnuðinn á dauðann. Því þar beið þeirra sem héldu sig við bókina betri heimur en hina eitthvað verra. Á þessum tíma var dauðinn ekki langt undan og þetta hefur eflaust verið áhrifa mikið. En það er svolítið erfitt fyrir okkur sem hafa tamið sér gagnrýna og leitandi hugsun að kaupa þetta allt saman. Ekki eins og það geti ekki verið margt gott í þessum bókum. Ekki nokkur spurning. Ég hef meira að reynt að temja mér að fara eftir ákveðnum hlutum í Biblíunni. Ekki vegna þess að ég trúi öllu sem þar stendur. Heldur vegna þess að ég held að það sé bara margt vitlausara. En ég hef líka reynt að temja mér að fara eftir öðrum siðum í öðrum bókum. Af sömu ástæðu. Ekki vegna þess að ég trúi öllu sem þar stendur. Heldur vegna þess að ég tel að það sé heilmikið vit í því. Gott fyrir mig og gott fyrir aðra.

Þetta sjáum við raunar allt í kringum okkur. Hin þunglyndu vísindi, sem hagfræðin er stundum kölluð, gefur sér einmitt líka ákveðna hluti. Ákveðin grunngildi sem virka bara nokkuð vel. En stundum hreint ekki. Þannig gengur hagfræðinni erfiðlega að útskýra af hverju við gefum eitthvað frá okkur. Hún gengur svolítið út á að hámarka arðsemi og notar ákveðna mælistiku á arðsemi. Þannig myndi hún forspá að ef ég get fengið eitthvað frítt. Þá myndi ég ekki taka upp á því að borga meira. En það er það sem hefur gerst. Gerist raunar oft. Við erum nefnilega gjafmild. Gefum til góðra hluta. Það virðist svo sem hluti af því hvernig við högum okkur. Byggist ekki fyrst og síðast á því að hámarka hagnað. Heldur að hámarka vellíðan. Sem síðan verður afskaplega erfitt að skilgreina. Þetta birtist allt í kringum okkur. Við gefum til góðgerðarmála af því að okkur líður vel á eftir. Um daginn tók hljómsveitin Radiohead upp á því að bjóða þeim sem vildu ná sér í verk hennar í gegnum vefinn að velja sjálfir hversu mikið þeir greiddu fyrir. Fullt af fólki náði sér í frítt eintak. Sem er alveg í takt við hagfræðina. En svo var fullt af fólki sem greiddi eitthvað fyrir. Ég hef tekið eftir því að í matarboðum sem ég sæki heim. Þá höfum við tekið upp þann sið frá meginlandinu að færa gestgjafanum eitthvað. Vínflösku eða blóm. Svona sem þakklætisvott. Svo ég sé heilmikið gildi í góðum siðum. Ég geng ekki jafnlangt og sumir sem segja að þessi trúgirni okkar sé eins konar hugmynda vírus. Fái okkur til að blindast og samþykkja undarlegar hugmyndir. Einhver kallaði þetta einhvern tíma ópíum fólksins.

Í dag dag rakst ég á litla grein í Morgunblaðinu. Um verkefni sem mér fannst skemmtilegt. Það tengist trúarhóp. En mér finnst þetta svo sniðug hugmynd að ég ætla að taka þátt. Jól í Skókassa. Kíktu og athugaðu hvort þetta sé ekki skemmtileg hugmynd. Síðasti séns er víst að skila inn á laugardaginn 3. nóvember.

Ummæli

Vinsælar færslur