Hratt, hratt, hratt

Þessa haustdaga líður tíminn hraðar en venjulega. Ég er að taka eftir álaginu sem þetta veldur mér. Meiri streita. Meira líf og fjör. Samt líður mér vel. Núna er ég búinn að vera púla í Laugum síðan í september byrjun. Líka byrjaður að mæta aftur í jóga. Allt virðist þetta gera mér gott. Á móti þessu kemur síðan álag. Ég er nefnilega með næg verkefni þessa dagana. Bæði á virkum dögum og um helgar.

Síðustu tvær helgar hef ég fengið til mín góða gesti. Notið þess að bjóða upp á góðan mat og gott vín. Það er eitthvað sem mér finnst ferlega skemmtilegt. Það er nefnilega skemmtilegt þegar húsið mitt fyllist af lífi og fjöri. Svo hefur verið kíkt í 101 í kjölfarið. Þar er líka líf og fjör. En þegar svona mikið er um að vera. Þá líður tíminn óvenju hratt.

Þannig er það að koma mér á óvart. Að dagarnir eru að verða stuttir. Október á eftir að líða hratt. En þetta er líka skemmtilegur mánuður. Núna eru allir í Októberfest hugleiðingum. Bráðum kemur Halloween. En það er kannski ekki stór hátíð á Íslandi. En í staðinn fáum við Airwaves. En þangað til. Er margt að gera.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Vinsælar færslur