Í október er það brjóstakrabbamein
Í október er sérstakt átak í gangi á Íslandi til að vekja athygli á brjóstakrabbameini, áttunda árið í röð. Er frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er tákn átaksins.
Frekari upplýsingar á bleikaslaufan.is
Ummæli